Iðjuþjálfi

Áherslur iðjuþjálfa beinast að skólaumhverfinu í heild og að því að auka aðgang nemandans að tækifærum og upplifun með jafnöldrum í skólastofunni og öðru umhverfi skólans. Iðjuþjálfi horfir á hvaða færni nemandi þarf til að geta staðið á eigin fótum.

Aðkoma iðjuþjálfa að málum barna tengist meðal annars:

 • Fín- og grófhreyfivanda
 • Hegðunarvanda
 • Athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD/ADD)
 • Eru á einhverfurófi
 • Sjónrænan úrvinnsluvanda
 • Slaka munnvöðva
 • Samhæfingu- og jafnvægisvanda
 • Skynúrvinnsluvanda
 • Vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd
 • Vinna með nemendur með slaka félagsfærni
 • Auk alls þess sem getur hamlað þátttöku barns í skólalífinu. 

 

Helstu verkefni iðjuþjálfa í skólanum eru m.a. að:

 • Efla þátttöku nemenda við skólatengd verk
 • Aðlögun umhverfis og viðfangsefna
 • Ráðgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annars starfsfólks 
 • Útvegun hjálpatækja
 • Vinna að gerð einstaklingsnámskrá
 • Þjálfun barna

Iðjuþjálfar nota matstæki til að gera mat á færni nemenda og fer eftir því hvað þarf að meta hvaða matstæki er valið og í framhaldi gerð íhlutun þar sem unnið er með ákveðna færni.

 

 Myndrænt yfirlit