Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Kópavogsskóla er Aldís Anna Sigurjónsdóttir.

Viðtal við námsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra til boða.   Nemendur og forráðamenn þeirra geta óskað eftir viðtali hvenær sem er en auk þess geta umsjónarkennarar, sérkennarar, deildarstjórar og nemendaverndarráð vísað nemendum til námsráðgjafa. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og aðstoðar nemendur við að leita lausna á sínum málum. Bæði er hægt að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa sem og eiga fjarfund. Fjarfundir fara fram í gegnum Google Meet. Hægt er að bóka tíma í gegnum síma 4413400 eða 4413411 (beinn sími) eða í gegnum netfangið aldisanna@kopavogur.is.

Námsráðgjafi er bundinn trúnaðarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær um nemendur og/eða nemendahópa.´

Fjallað er nánar um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum í kafla 7.11. í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2016 en þjónustan er hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla.

Helstu verkefni námsráðgjafa:

  • Að aðstoða nemendur og ráðleggja varðandi námstækni, námsaðferðir, lestraraðferðir, prófundirbúning, skipulagningu tíma og áætlanagerð
  • Að veita nemendum stuðning og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og áfalla
  • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning vegna erfiðleika í einkalífi
  • Að vinna að eineltismálum samkvæmt eineltisáætlun skólans og í samstarfi við umsjónarkennara, deildarstjóra og annað starfsfólk eftir því sem við á
  • Að miðla upplýsingum til nemenda og forráðamanna um möguleika og framboð á námi og störfum að grunnskóla loknum
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf
  • Að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum
  • Að sitja í nemendaverndarráði skólans og vinna í nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans auk skólasálfræðings og annarra sérfræðinga er koma að málefnum nemenda
  • Að sitja í áfalla- og eineltisteymi skólans og vinna eftir áætlunum skólans þegar þörf er á

 

Gagnlegir hlekkir

Námstækni

Námstækni - kennsluefni í námstækni frá MMS

 

Framhaldsskólar

Innritun í framhaldsskóla – leiðbeiningar um innritun í framhaldsskóla. Upplýsingar á ensku.

Umsókn í framhaldsskóla – umsóknarsíðan

Listi yfir framhaldsskóla – listi yfir framhaldsskóla og tenglar á heimasíðu skólana

Starfsbrautir framhaldsskólana – listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir en starfsbrautir eru ætlaðar nemendum sem hafa fengið umtalsverða sérkennslu í grunnskóla

 

Upplýsingar um störf

Næsta skref – Upplýsingar um nám og störf

Nám og störf – Upplýsingar um nám og störf í iðngreinum

Nema hvað – Upplýsingar um starfsnám

Áttavitinn – Upplýsingavefur um fjölbreytt málefni sem tengjast ungu fólki

Fagfólkið – Viðtöl við fólk sem vinnur við hin ýmsu störf

Landspítalinn – myndbönd og viðtöl við fólk sem starfar á Landspítalanum

 

Námsefni

Menntamálastofnun – námsefni á vef

Skólavefurinn – vefur sem inniheldur kennsluefni og verkefni fyrir öll skólastig. Nemendur Kópavogsskóla hafa aðgang að þessum vef

Upprifjun á 10. bekkjarstærðfræði frá Verzló

Rasmus – stærðfræðiverkefni fyrir öll skólastig

 

Forvarnir og heilbrigðismál

Landlæknisembættið – fræðsla um heilbrigt líferni og forvarnir

Doktor.is – óháður fræðsluvefur um heilbrigðismál

Forvarnir – Fræðsluvefur um forvarnarmál

Sjálfsmynd – Sterkari út í lífið.  Vefsíða með góða umfjöllun og verkefni tengt sjálfsmynd og líkamsímynd

Geðhjálp - Fræðsluvefur Geðhjálpar um geðraskanir

Geðrækt – Fræðslu- og forvarnarvefur um geðheilsu

Foreldrahús - Fræðsla, forvarnir og ráðgjöf til fjölskyldna og einstaklinga, vegna samskiptavanda og stuðningur við ungmenni í neyslu

Barnahús - Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að sætt hafi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi

Stjúptengsl – síða um sérstöðu stjúpfjölskyldna

Blátt áfram – forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum

Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir

ADHD samtökin - Landsamtök til stuðnings börnum og foreldrum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir

Dyslexía/lesblinda – Félag lesblindra

Bergið - headspace