Markmiðasetning

Flest höfum við vilja eða löngun til þess að breyta einhverju í lífi okkar. Að eiga betri samskipti við einhvern, bæta okkur í hlaupi, skilja stærðfræðina betur; þetta eru allt dæmi um hluti sem við viljum hugsanlega breyta hjá okkur. Þeir sem vilja breyta einhverju í lífi sínu byrja á því að setja sér markmið. Sumir gera það meðvitað, aðrir ekki. Til þess að auðvelda okkur að ná markmiði okkar eru nokkrir hluti sem gott er að hafa í huga.

SMART markmið

Skýr: Mikilvægt er að hafa markmiðin okkar skýr. Hverju viljum við breyta og hvernig eiga hlutirnir að vera þegar við höfum náð markmiðinu okkar.

Mælanleg: Hvenær höfum við náð markmiðinu okkar?

Alvöru: Þú verður að geta náð þeim.

Raunhæf: Það má ekki vera of erfitt og taka of langan tíma að ná þeim.

Tímasett: settu lokatíma á markmiðin.

 

Kíktu á neðangrein markmið. Helmingur þeirra eru SMART markmið, hin ekki. Sérðu hvort er hvað?

¢  Ég ætla að vera góður námsmaður í allt vor og næsta vetur líka!

¢  Ég ætla að nota 2 auka klukkutíma á viku í það að reikna aukadæmi í stærðfræði fram að vorprófi.

 

¢  Ég ætla að synda 500 metra tvisvar í viku í 8 vikur og tek þá tímann til að sjá hversu mikið ég hef bætt mig. Muna að taka tímann líka í upphafi.

¢  Ég ætla að synda hraðar í vor.

 

¢  Ég stefni á það að verða betri vinur og gera alltaf eitthvað skemmtilegt.

¢  Ég ætla að stinga upp á við Jón og Sigga að við gerum eitthvað skemmtilegt saman a.m.k. tvisvar í viku, annað en tölvuleiki. Við getum: farið í sund, út að hjóla, horfa á mynd saman og fara í fótbolta. Ætla að reyna að hitta þá 6 sinnum fyrir páska.

 

Þegar við höfum tekið ákvörðun um hverju við viljum breyta er nauðsynlegt að skrá það einhvers staðar til þess að minna sig á. Gott er að hafa þetta sýnilegt, t.d. hangandi uppi á vegg eða að markmiðið birtist daglega í símanum okkar. Það eykur líkurnar á því að okkur takist að ná markmiðinu okkar. Ef við náum ekki markmiðinu okkar getur verið gott að endurskoða markmiðið. Ætluðum við okkur of mikið (ekki raunhæft), var tímaramminn of stuttur eða var þetta kannski ekki nógu skýrt? Þá verðum við að muna að öll mistök eru ein leið til þess að læra hlutina og alls ekki tilgangslaus. Stundum þarf fleiri en eina tilraun til þess að ná markmiðinu okkar. Mestu máli skiptir að gefast ekki upp. Ef þig vantar aðstoð við að setja þér markmið eða ná betri árangri í einhverju, leitaðu þér aðstoðar. Foreldrar, kennara, námsráðgjafi – við erum öll af vilja gerð til þess að aðstoða þig.