Prófaundirbúningur

Það er margt hægt að gera til að auka líkur á að vel gangi í prófi.

Góður og vel skipulagður prófundirbúningur minnkar líkur á streitu og kvíða.

 

Mikilvægt er að

 • Vinna jafnt og þétt allt skólaárið.
 • Hafa gott skipulag á námsgöngum. Gott skipulag auðveldar undirbúning fyrir próf og minnkar líkur á prófkvíða.
 • Fylgjast vel með og vera virkur í kennslustundum.
 • Vinna öll verkefni jafnóðum, svara spurningum, lesa, glósa aðalatriði, reikna heima…..
 • Skrifa niður ef það er eitthvað sem þú átt í erfiðleikum með og leita aðstoðar kennara.
 • Rifja reglulega upp. Regluleg upprifjun er besta hjálpartæki minnisins og getur auðveldað próflestur.
 • Svefn og mataræði hefur áhrif á minni og einbeitingu.

Þegar próf nálgast….

 • Fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar um prófið
  • Hvenær er prófið?
  • Hvaða námsefni verður prófað úr?
  • Hvaða þætti á að leggja mestu áherslu á?
  • Byrjaðu á að búa til minnislista (yfirlit) yfir námsefnið og það sem þarf að kunna fyrir prófið.
  • Finndu til allar bækur og verkefni sem þú þarft að nota við upprifjunina.
  • Gerðu nákvæma áætlun um lestur og upprifjun. Hvað á að lesa og hvenær?
  • Notaðu þessa áætlun til þess að merkja við það sem þú ert búin/n með.
  • Þegar þú lest yfir námsefnið skaltu reyna að draga það saman í færri atriði – hvað var ég að lesa?
  • Skoðaðu glósur úr tímum, verkefni, skyndipróf…
  • Spurðu þig út úr námsefninu, glósaðu, notaðu minnisaðferðir, fáðu aðstoð við það sem þú skilur ekki.
  • Góður og reglulegur nætursvefn gefur betri raun en að snúa sólarhringnum við á próftímabilum
  • Taktu til öll gögn sem þú þarf að hafa með þér í prófið.

 

 

Prófkvíði

Prófkvíði er oft fylgifiskur prófa. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir upptökum kvíðans. Er hann tilkominn vegna þess að þú ert ekki búin/n að læra námsefnið nógu vel? Tengist kvíðinn einu fagi eða fleirum? Hvernig er talað um próf í kringum þig? Eru gerðar miklar kröfur til þín um að fá háar einkunnir eða gerir þú sjálf/ur þær kröfur til þín?

Fyrsta ráðið til þín er að fara yfir þínar námsaðferðir. Notaðu góðar aðferðir í námi og skoðaðu hvað hentar þér best. Besta ráðið er að vinna heimavinnu reglulega, lesa betur/reikna fleiri dæmi/fá ítarefni frá kennara o.s.frv. Ef námið í skólanum er ekki nóg þarftu að læra meira.

Annað ráðið er að skoða hverju kvíðinn tengist? Einu fagi eða mörgum, bara tengt prófum eða kvíðir þú fleiri þáttum? Hægt er að koma í prófkvíðakönnun og viðtal til námsráðgjafa til þess að skoða þetta og ákveða næstu skref. Ef um almennan kvíða er að ræða er best að leita til sérfræðinga. Hægt er að bóka tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslunni í gegnum heimilislækni og sömuleiðis eru sálfræðingar sem vinna mikið með börnum og unglingum og geta aðstoðað.

Mataræði, hreyfing, hvíld og hugarfar eru fjórir þættir sem nauðsynlegt er að skoða.

Mataræði – hollt og gott mataræði, minnka sykur og…… koffíndrykki. Koffín hefur áhrif á líðan okkar og við erum misviðkvæm fyrir koffíni. Ef þú finnur oft fyrir kvíða/áhyggjum/streitu er ekki mælt með mikilli koffín neyslu. Ef þú ert að drekka mikið af orkudrykkjum og finnir mikið fyrir kvíða, getur verið gott fyrsta skref að hætta því.

Hreyfing – hreyfing kemur blóðinu á hreyfingu og losar okkur við streituhormón. Á eftir hreyfingu kemur þægindatilfinning í líkamann og hjálpar okkur að takast á við kvíða/streitu.

Hvíld – alltaf mikilvæg. Þú þarft á góðum svefni og hvíld að halda til þess að heilinn geti unnið úr áreitum dagsins – þar með talið því sem þú varst að læra. Ekki lesa langt fram eftir kvöldi – þú þarft á góðum svefni og hvíld að halda. Mundu að takmarka skjátímann eftir kl. 9 á kvöldin. Hjálplegt getur verið að ná góðri slökun áður en þú ferð að sofa. Góðar slökunaræfingar eru t.d. að koma sér vel fyrir í góðum stól, liggjandi á gólfinu eða rúminu með augun lokuð. Draga svo andann djúpt, alla leið í magann og anda svo hægt og rólega frá sér. Mikilvægt er að gera þetta nokkrum sinnum. Sömuleiðis getur líka verið gott að koma sér vel fyrir, spenna vöðvana frá fótum upp í höfuð, halda spennu í smá stund og sleppa svo snögglega. Þá losar oft um spennu og auðveldara að róa hugann. Sumum finnst gott að nota æfingar tengdar hugleiðslu eða núvitund. Góðar slökunaræfingar má finna á heimasíðum eins og http://www.andlegheilsa.is/happ-app og https://www.nuvitundarsetrid.is/hlekkir og sömuleiðis eru mörg góð öpp sem geta hjálpað til við slökun. Headspace og Calm eru dæmi um góð öpp sem nota má til þess að þjálfa slökun og ró hugans. Mundu að það þarf að þjálfa slökun eins og allt annað.

Hugarfar – algjört lykilatriði. Hvernig talar þú við þig? Ertu að draga þig niður með neikvæðum ummælum eða ertu að byggja þig upp með því að finna góða, jákvæða þætti við þig og það sem þú ert að gera. Það þarf væntanlega ekki að segja við þig hvað hvort er betra fyrir þig.

Mikilvægt er að muna að vinna með prófkvíða er ekki eitthvað sem gerist í skyndi heldur er þetta atriði sem þarf að vinna með og þjálfa. Því er betra að takast á vandann sem fyrst.

 

Prófdagurinn

Gefðu þér góðan tíma. Það er erfitt að lenda í tímaþröng og mæta í prófið á siðustu stundu.

Taktu til það sem þú þarft að hafa með þér, s.s.  blýanta, penna, strokleður og öll þau gögn og hjálpartæki sem eru leyfileg.

Borðaðu eitthvað kjarngott áður en þú leggur af stað. Taktu með þér eitthvað orkugefandi ef þú telur þig þurfa á því að halda.

Ekki ræða við vinina rétt fyrir prófið um hvað þú eða þeir eru búnir að lesa mikið – þetta getur valdið spennu og kvíða.

 

Próftakan

 • Hlustaðu vel á hvaða fyrirmæli eru gefin í byrjun prófsins.
 • Líttu yfir prófið áður en þú byrjar að svara.
 • Lestu vandlega öll fyrirmæli og spurningar. Um hvað er spurt? Athugaðu vel hvaða orð eru notuð í spurningum. Strikaðu undir lykilorð í fyrirmælum, leiðbeiningum og spurningum. Passaðu vel að ákveða aldrei fyrirfram að þú vitið hver fyrirmælin eru.
 • Svaraðu auðveldum spurningum fyrst. Það eykur sjálfstraustið og undirbýr hugann fyrir erfiðari spurningar. Í stærðfræði er þó yfirleitt best að fara eftir röðinni á prófblaðinu.
 • Ekki hika við að leita þér aðstoðar ef þú skilur ekki fyrirmæli eða spurningar. Það er ekki nokkur vafi á því að þeir græða mest sem spyrja.
 • Skrifaðu skýrt. Góð framsetning skiptir miklu máli.

Ef þú manst ekki svarið reyndu þá að hugsa eitthvað líkt eða eitthvað sem tengist efninu. Stundum getur verið gott að teikna eða skrifa eitthvað niður á blað og þá fer hugurinn af stað. Ef þú hefur vanið þig á hugleiðslu og slökun er gott að róa hugann með því að loka augunum, ýta öxlunum niður og draga andann djúpt niður í kvið nokkrum sinnum til þess að fá ró. Þá er oft auðveldara að muna hlutina.

Notaðu próftímann vel og ekki láta hafa áhrif á þig þótt aðrir fari að skila.

Krossaspurningar

 • Oftast er fyrsta hugsun rétt.
 • Gott getur verið að venja sig á að reyna að finna svarið áður en þú lítur á svarmöguleikana.
 • Notaðu útilokunaraðferð.
 • Ekki breyta svarinu nema þú sért viss um að svarið sé rangt eða ef þú hefur misskilið spurninguna.

 

Lengri svör og ritgerðir

 • Skrifaðu minnispunkta eða aðalatriði þar sem fram koma öll hugsanleg atriði sem tengjast efninu.
 • Skipuleggðu svarið með því að setja númer á minnisatriðin. Hafðu í huga inngang, meginmál og lokaorð.
 • Oft er gott að byrja á að endurtaka í fyrstu setningu það sem spurt er um.

 

 

Prófundirbúningur

Það er margt hægt að gera til að auka líkur á að vel gangi í prófi.

Góður og vel skipulagður prófundirbúningur minnkar líkur á streitu og kvíða.

 

Mikilvægt er að

·        Vinna jafnt og þétt allt skólaárið.

·        Hafa gott skipulag á námsgöngum. Gott skipulag auðveldar undirbúning fyrir próf og minnkar líkur á prófkvíða.

·        Fylgjast vel með og vera virkur í kennslustundum.

·        Vinna öll verkefni jafnóðum, svara spurningum, lesa, glósa aðalatriði, reikna heima…..

·        Skrifa niður ef það er eitthvað sem þú átt í erfiðleikum með og leita aðstoðar kennara.

·        Rifja reglulega upp. Regluleg upprifjun er besta hjálpartæki minnisins og getur auðveldað próflestur.

·        Svefn og mataræði hefur áhrif á minni og einbeitingu.

Þegar próf nálgast….

·        Fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar um prófið

o   Hvenær er prófið?

o   Hvaða námsefni verður prófað úr?

o   Hvaða þætti á að leggja mestu áherslu á?

·        Byrjaðu á að búa til minnislista (yfirlit) yfir námsefnið og það sem þarf að kunna fyrir prófið.

·        Finndu til allar bækur og verkefni sem þú þarft að nota við upprifjunina.

·        Gerðu nákvæma áætlun um lestur og upprifjun. Hvað á að lesa og hvenær?

·        Notaðu þessa áætlun til þess að merkja við það sem þú ert búin/n með.

·        Þegar þú lest yfir námsefnið skaltu reyna að draga það saman í færri atriði – hvað var ég að lesa?

·        Skoðaðu glósur úr tímum, verkefni, skyndipróf…

·        Spurðu þig út úr námsefninu, glósaðu, notaðu minnisaðferðir, fáðu aðstoð við það sem þú skilur ekki.

·        Góður og reglulegur nætursvefn gefur betri raun en að snúa sólarhringnum við á próftímabilum

·        Taktu til öll gögn sem þú þarf að hafa með þér í prófið.

 

 

Prófkvíði

Prófkvíði er oft fylgifiskur prófa. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir upptökum kvíðans. Er hann tilkominn vegna þess að þú ert ekki búin/n að læra námsefnið nógu vel? Tengist kvíðinn einu fagi eða fleirum? Hvernig er talað um próf í kringum þig? Eru gerðar miklar kröfur til þín um að fá háar einkunnir eða gerir þú sjálf/ur þær kröfur til þín?

Fyrsta ráðið til þín er að fara yfir þínar námsaðferðir. Notaðu góðar aðferðir í námi og skoðaðu hvað hentar þér best. Besta ráðið er að vinna heimavinnu reglulega, lesa betur/reikna fleiri dæmi/fá ítarefni frá kennara o.s.frv. Ef námið í skólanum er ekki nóg þarftu að læra meira.

Annað ráðið er að skoða hverju kvíðinn tengist? Einu fagi eða mörgum, bara tengt prófum eða kvíðir þú fleiri þáttum? Hægt er að koma í prófkvíðakönnun og viðtal til námsráðgjafa til þess að skoða þetta og ákveða næstu skref. Ef um almennan kvíða er að ræða er best að leita til sérfræðinga. Hægt er að bóka tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslunni í gegnum heimilislækni og sömuleiðis eru sálfræðingar sem vinna mikið með börnum og unglingum og geta aðstoðað.

Mataræði, hreyfing, hvíld og hugarfar eru fjórir þættir sem nauðsynlegt er að skoða.

Mataræði – hollt og gott mataræði, minnka sykur og…… koffíndrykki. Koffín hefur áhrif á líðan okkar og við erum misviðkvæm fyrir koffíni. Ef þú finnur oft fyrir kvíða/áhyggjum/streitu er ekki mælt með mikilli koffín neyslu. Ef þú ert að drekka mikið af orkudrykkjum og finnir mikið fyrir kvíða, getur verið gott fyrsta skref að hætta því.

Hreyfing – hreyfing kemur blóðinu á hreyfingu og losar okkur við streituhormón. Á eftir hreyfingu kemur þægindatilfinning í líkamann og hjálpar okkur að takast á við kvíða/streitu.

Hvíld – alltaf mikilvæg. Þú þarft á góðum svefni og hvíld að halda til þess að heilinn geti unnið úr áreitum dagsins – þar með talið því sem þú varst að læra. Ekki lesa langt fram eftir kvöldi – þú þarft á góðum svefni og hvíld að halda. Mundu að takmarka skjátímann eftir kl. 9 á kvöldin. Hjálplegt getur verið að ná góðri slökun áður en þú ferð að sofa. Góðar slökunaræfingar eru t.d. að koma sér vel fyrir í góðum stól, liggjandi á gólfinu eða rúminu með augun lokuð. Draga svo andann djúpt, alla leið í magann og anda svo hægt og rólega frá sér. Mikilvægt er að gera þetta nokkrum sinnum. Sömuleiðis getur líka verið gott að koma sér vel fyrir, spenna vöðvana frá fótum upp í höfuð, halda spennu í smá stund og sleppa svo snögglega. Þá losar oft um spennu og auðveldara að róa hugann. Sumum finnst gott að nota æfingar tengdar hugleiðslu eða núvitund. Góðar slökunaræfingar má finna á heimasíðum eins og http://www.andlegheilsa.is/happ-app og https://www.nuvitundarsetrid.is/hlekkir og sömuleiðis eru mörg góð öpp sem geta hjálpað til við slökun. Headspace og Calm eru dæmi um góð öpp sem nota má til þess að þjálfa slökun og ró hugans. Mundu að það þarf að þjálfa slökun eins og allt annað.

Hugarfar – algjört lykilatriði. Hvernig talar þú við þig? Ertu að draga þig niður með neikvæðum ummælum eða ertu að byggja þig upp með því að finna góða, jákvæða þætti við þig og það sem þú ert að gera. Það þarf væntanlega ekki að segja við þig hvað hvort er betra fyrir þig.

Mikilvægt er að muna að vinna með prófkvíða er ekki eitthvað sem gerist í skyndi heldur er þetta atriði sem þarf að vinna með og þjálfa. Því er betra að takast á vandann sem fyrst.

 

Prófdagurinn

Gefðu þér góðan tíma. Það er erfitt að lenda í tímaþröng og mæta í prófið á siðustu stundu.

Taktu til það sem þú þarft að hafa með þér, s.s.  blýanta, penna, strokleður og öll þau gögn og hjálpartæki sem eru leyfileg.

Borðaðu eitthvað kjarngott áður en þú leggur af stað. Taktu með þér eitthvað orkugefandi ef þú telur þig þurfa á því að halda.

Ekki ræða við vinina rétt fyrir prófið um hvað þú eða þeir eru búnir að lesa mikið – þetta getur valdið spennu og kvíða.

 

Próftakan

·        Hlustaðu vel á hvaða fyrirmæli eru gefin í byrjun prófsins.

·        Líttu yfir prófið áður en þú byrjar að svara.

·        Lestu vandlega öll fyrirmæli og spurningar. Um hvað er spurt? Athugaðu vel hvaða orð eru notuð í spurningum. Strikaðu undir lykilorð í fyrirmælum, leiðbeiningum og spurningum. Passaðu vel að ákveða aldrei fyrirfram að þú vitið hver fyrirmælin eru.

·        Svaraðu auðveldum spurningum fyrst. Það eykur sjálfstraustið og undirbýr hugann fyrir erfiðari spurningar. Í stærðfræði er þó yfirleitt best að fara eftir röðinni á prófblaðinu.

·        Ekki hika við að leita þér aðstoðar ef þú skilur ekki fyrirmæli eða spurningar. Það er ekki nokkur vafi á því að þeir græða mest sem spyrja.

·        Skrifaðu skýrt. Góð framsetning skiptir miklu máli.

Ef þú manst ekki svarið reyndu þá að hugsa eitthvað líkt eða eitthvað sem tengist efninu. Stundum getur verið gott að teikna eða skrifa eitthvað niður á blað og þá fer hugurinn af stað. Ef þú hefur vanið þig á hugleiðslu og slökun er gott að róa hugann með því að loka augunum, ýta öxlunum niður og draga andann djúpt niður í kvið nokkrum sinnum til þess að fá ró. Þá er oft auðveldara að muna hlutina.

Notaðu próftímann vel og ekki láta hafa áhrif á þig þótt aðrir fari að skila.

Krossaspurningar

·        Oftast er fyrsta hugsun rétt.

·        Gott getur verið að venja sig á að reyna að finna svarið áður en þú lítur á svarmöguleikana.

·        Notaðu útilokunaraðferð.

·        Ekki breyta svarinu nema þú sért viss um að svarið sé rangt eða ef þú hefur misskilið spurninguna.

 

Lengri svör og ritgerðir

·        Skrifaðu minnispunkta eða aðalatriði þar sem fram koma öll hugsanleg atriði sem tengjast efninu.

·        Skipuleggðu svarið með því að setja númer á minnisatriðin. Hafðu í huga inngang, meginmál og lokaorð.

·        Oft er gott að byrja á að endurtaka í fyrstu setningu það sem spurt er um.