Skipulag og einbeiting

Við stjórnum ekki tímanum en við getum stjórnað því hvernig við notum hann. Tímastjórnun tengist því að nýta tíma sinn betur og hafa betri yfirsýn yfir hversu mikinn tíma við notum í skóla, heimavinnu, frístundir og lausan tíma. Sumum finnst gott að gera stundaskrá yfir daginn sem getur hjálpað manni að halda einbeitingu. Þá er alveg skýrt hvenær þú notar tímann í heimavinnu, æfingar eða átt frí. Ef þú hefur góða yfirsýn yfir nýtingu tímans þá er auðveldara að sjá hvenær tími er laus, t.d. gæti verið gott að eyða meiri tíma í að læra á ákveðnum dögum og eiga meiri tíma fyrir tómstundir/íþróttir á öðrum dögum

Hægt er að notast við margs konar skipulag, dagbækur, öpp og fleira. Mestu máli skiptir að nota skipulagið til þess að auðvelda yfirsýnina. Sem dæmi um góð öpp má nefna Trello, Evernote og Google Keep, ásamt fjölda dagbókar appa eins og Google Calender sem hægt er að nota.

Ef þig vantar aðstoð við að skipuleggja námið, fá aðstoð við að nota öppin eða fá eyðublöð eins og þau hérna að neðan, komdu þá við á skrifstofu námráðgjafa.

 

Dæmi um viku- og mánaðarskipulag