Vinnuaðstaða

Mikilvægt er að huga vel að þeim stað þar sem þú vinnur heimanámið – gott borð, góður stóll, góð lýsing skiptir miklu máli. Þó svo að það sé notalegt að liggja í rúminu að lesa, þá er það ekki góður staður fyrir nám. Heilinn tengir rúmið réttilega við svefn og hvíld en ekki nám!

Mundu að þú  þarft að fá frið og næði til þess að læra. Sumum finnst gott að hlusta á tónlist á meðan þeir læra, geta betur einbeitt sér þannig. Ekki hafa samt tónlist á fullu, símann við hliðina á þér, tölvuna opna og sjónvarpið í gangið – það er allt of mikið áreiti. Taktu ákveðinn tíma í heimanám og passaðu að verða ekki fyrir of mikilli truflun - slökktu á símanum og tölvunni! Svo má ekki gleyma bókasafninu – sumum finnst best að læra á bókasafni eða lesstofu þar sem hægt er að einbeita sér algjörlega að náminu. Mundu að hægt er að nýta sér aðstöðu á Bókasafni Kópavogs og þar er boðið upp á heimanámsaðstoð sem gæti nýst þér. Fáðu upplýsingar um hvenær aðstoðin er í gangi hjá kennara eða námsráðgjafa.

Hvað passar best fyrir þig?

Öll erum við ólík og það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðrum. Finndu hvað passar best fyrir þig.

  • Hvenær er besti tíminn fyrir þig til að vinna heimanámið?
    • Fyrir eða eftir kvöldmat?
    • Strax eftir skóla?
    • Um helgar?
    • Fyrir eða eftir æfingar?

 

  • Hvar vinnur þú best?
    • Við eigið skrifborð?
    • Við eldhúsborðið?
    • Á bókasafninu?

 

  • Hvernig skipulag þarftu?
    • Þarf allt að vera á sínum stað – bækur, ipad, skriffæri og fleira?
    • Á borðið helst að vera autt svo að þú getir unnið?

 

  • Hvernig eiga kringumstæðurnar að vera?
    • Þarftu ró og næði?
    • Þarftu að hlusta á tónlist á meðan þú vinnur?
    • Viltu vera algjörlega ein/n?

 

Skapaðu þér góðar venjur, því þær geta hjálpað mikið til í námi.

Vinnuaðstaða

Mikilvægt er að huga vel að þeim stað þar sem þú vinnur heimanámið – gott borð, góður stóll, góð lýsing skiptir miklu máli. Þó svo að það sé notalegt að liggja í rúminu að lesa, þá er það ekki góður staður fyrir nám. Heilinn tengir rúmið réttilega við svefn og hvíld en ekki nám!

Mundu að þú  þarft að fá frið og næði til þess að læra. Sumum finnst gott að hlusta á tónlist á meðan þeir læra, geta betur einbeitt sér þannig. Ekki hafa samt tónlist á fullu, símann við hliðina á þér, tölvuna opna og sjónvarpið í gangið – það er allt of mikið áreiti. Taktu ákveðinn tíma í heimanám og passaðu að verða ekki fyrir of mikilli truflun - slökktu á símanum og tölvunni! Svo má ekki gleyma bókasafninu – sumum finnst best að læra á bókasafni eða lesstofu þar sem hægt er að einbeita sér algjörlega að náminu. Mundu að hægt er að nýta sér aðstöðu á Bókasafni Kópavogs og þar er boðið upp á heimanámsaðstoð sem gæti nýst þér. Fáðu upplýsingar um hvenær aðstoðin er í gangi hjá kennara eða námsráðgjafa.

Hvað passar best fyrir þig?

Öll erum við ólík og það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðrum. Finndu hvað passar best fyrir þig.

·        Hvenær er besti tíminn fyrir þig til að vinna heimanámið?

o   Fyrir eða eftir kvöldmat?

o   Strax eftir skóla?

o   Um helgar?

o   Fyrir eða eftir æfingar?

 

·        Hvar vinnur þú best?

o   Við eigið skrifborð?

o   Við eldhúsborðið?

o   Á bókasafninu?

 

·        Hvernig skipulag þarftu?

o   Þarf allt að vera á sínum stað – bækur, ipad, skriffæri og fleira?

o   Á borðið helst að vera autt svo að þú getir unnið?

 

·        Hvernig eiga kringumstæðurnar að vera?

o   Þarftu ró og næði?

o   Þarftu að hlusta á tónlist á meðan þú vinnur?

o   Viltu vera algjörlega ein/n?

 

Skapaðu þér góðar venjur, því þær geta hjálpað mikið til í námi.