Námsver

Námsver Kópavogsskóla er fyrir nemendur í 5.-10. bekk úr öllum skólahverfum bæjarins. Það er ætlað nemendum sem eru með frávik í þroska og eiga í erfiðleikum með að nýta sér kennslu í almennum bekk. Foreldrar, í samráði við heimaskóla viðkomandi barns, sækja formlega um inntöku í Námsverið. Inntökuráð sem er skipað skólastjóra Kópavogsskóla, deildarstjóra sérúrræða Kópavogsskóla og fulltrúa frá Menntasviði Kópavogs metur umsóknir sem berast og ákveður hvaða nemendur fá inngöngu. Starfsreglur námsversins eru samþykktar af skólanefnd Kópavogs.

Nánar má lesa um starfsreglur námsversins hér: 

Starfsfreglur námsversins 

Umsóknareyðublað