Þróunarstarf

Ýmis þróunarverkefni hafa verið unnin í skólanum og þar má nefna eftirtalin verkefni:
 

Sprotasjóður - Endurmenntunarsjóður grunnskóla 

  • Lestrarátak í unglingadeildum
  • Skólinn og samfélagið
  • Samstarf heimila og skóla
  • Ætlunarverk foreldraráðs og skóla
  • Samhæfð skólastefna/Siðferðileg reikningsskil
  • Ábyrgð í skólastarfi
  • Nemendamappan/Portfolio
  • European Language Portfolio - Evrópskur tungumálapassi.
  • Get - ætla - skal - 2015 - 2016
  • Námsmat í þágu nemenda - 2013 
  • Fjölfærni - samþætting list- og verkgreina og almennrar kennslu skólaárið 2008-2009. Verkefnið var skipulagt til þriggja ára og námskrá unnin fyrir hvert ár Einu ári var síðan bætt við og því er til heildstæð námskrá fyrir 1.-4. bekk vegna verkefnisins.
  • Samvinnunámskrá - Styrkur frá Sprotasjóði til þróunar á námskrá fyrir sérdeild skólans - 2019
  • Samþætting skólanámskrár og forritunarkennslu - Styrkur frá Sprotasjóði - 2019 
  • Að leið til framtíðar - skjápennar og gerð rafbóka - Styrkur frá Sprotasjóði 2022
  • Að fanga fagmennskuna - Styrkur frá Endurmenntunarsjóði 2022 
 

Erasmus+

 
“Fairies are mythical creatures from Germanic mythology who have lived in northern European folklore” - Styrkur frá Evrópusambandinu 2022

Foreldraverðlaun landsamtakanna Heimili og skóli

 
Skólinn hefur átta sinnum verið tilnefndur til svonefndra foreldraverðlauna landssamtakanna Heimilis og skóla vegna þróunarstarfs.
 
Samhæfð skólastefna-siðferðileg reikningsskil - 2000.  
Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla - 2009. Samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka en markmið þess er að leiða saman börn á yngsta stigi skólans og eldri borgara sem taka þátt í félagsstarfi aldraðra. Hóparnir gáfu út ljóða- og myndlistabók með verkum barna og eldri borgara vorið 2009.
 
Starfsmenntaverðlaun -  tilnefning haustið 2005.
Hvatningarverðlaun skólanefndar á skólslitum vorið 2006 fyrir öflugt samstarf foreldra og skóla
Hvatningarverðlaun skólanefndar á skólslitum vorið 2009 fyrir samstarfsverkefni sitt og Gjábakka.
 

Kópurinn - viðurkenning Skólanefndar Kópavogsbæjar

 

Kópurinn er veittur fyrir ,,framúrskarandi starf í grunnskólum Kópavogs”.

Náttúrufræðitíðindi sem eru gefin út á miðstigi - skólaárið 2012-2013. Verkefnið gengur út á að nemendur kynnist umhverfi sínu á skemmtilegan hátt með vettvangsferðum út í náttúruna eða með tilraunum í skólastofu.

Hafið sem er verkefni unnnið í 4. bekk - skólaárið 2013-2014. Markmið verkefnisins er að kynna nemendum vistkerfi hafsins og fiskverkun og þeir fengu sendan til sín ferskan fisk á 2-3 vikna fresti og unnið var með hann í kennslustundum. Heimildamynd var gerð um verkefnið og nemendur gáfu allir foreldrum sínum eintak af henni.

Útileikhús sem nemendur 5. bekkjar setja upp árlega í lok skólaárs. Um er að ræða leiksýningu sem unnið er að frá janúar-maí og að því verkefni koma, auk leikstjórans Eggerts Kaaber, umsjónarkennarar og kennarar list- og verkgreina. Sýningin sjálf er um mánaðamótin maí - júní í skóginum við Digranesskirkju. Verkefnið hlaut Kópinn vorið 2015.

Snjallsímanotkun nemenda í dönskunámi  - hlaut Kópinn vorið 2015. Verkefnið var í raun undanfari spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogs.

Forritunarkennsla nemenda á miðstigi - hlaut Kópinn vorið 2016. Forritunarkennsla hófst í 4. bekk Kópavogsskóla skólaárið 2013-2014 og hefur verið í samstarfi við SKEMA.

Lestrarnámskeið í samstarfi nemanda, foreldra og sérkennar - hlaut Kópinn vorið 2017. Verkefnið er einstaklingsmiðað og foreldrar fá kennslu í vinnubrögðum við lestrarnámi barna sinna.

Menntabúðir - hlutu Kópinn skólaárið 2017 - 2018. Menntabúðir er vettvangur þar sem kennarar læra hver af öðrum. Í fyrstu voru þær eingöngu fyrir kennara í Kópavogsskóla en síðan var kennurum annarra skóla boðið að taka þátt. Meginþema menntabúðanna miðar að þróun og breytingu kennsluhátta, m.a. með rafrænni tækni almennt en einskorðast ekki eingöngu við spjaldtölvur þó þær hafi mikið vægi í dagskránni. Einnig er alltaf gert ráð fyrir tíma til að ræða saman og efla lærdómssamfélag kennara.
 
Velkomin Prógram - hlaut Kópinn vorið 2019. Verkefnið er samstarfsverkefni með félagsmiðstöðinni Kjarnanum og Álfhólsskóla en markmið þess er að auðvelda unglingum af erlendum uppruna að komast inn í íslenskt samfélag. 
 
Verkfærakassinn  - hlaut Kópinn vorið 2019. Þar hafa nemendur í hönnun og smiði stofnað lítið ,,fyrirtæki” sem tekur að sér smáviðgerðir í skólahúsi Kópavogsskóla. ,,Verkfærakassinn” er með eigið símanúmer og nafnspjald og því auðvelt að ná sambandi við starfsmenn þar.
 

Forritarar framtíðarinnar

 
Kópavogsskóli hóf samstarf við tölvufyrirtækið SKEMA um þróunarverkefni  skólaárið 2013-2014. Þar er verið að kenna nemendum 4. bekkjar tölvuleikjaforritun og það samstarf hefur haldist óslitið til dagsins í dag. Fyrsti árgangurinn sem hlotið hefur forritunarþjálfun árlega frá því í 4. bekk  var útskrifaður frá skólanum vorið 2018. 
 
Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem stuðlar að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.
 
Styrkur fyrir forritunarnámskeiðum fyrir kennara - 2017 - 2018.  Forritunarnámskeið fyrir kennara stuðlar að því að kynna kennara fyrir möguleikum tækninnar og forritunar í kennslu. Sérstök áhersla er lögð á notkun hugarkorta og leikjaforritunar í kennslu.