Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Kópavogsbæjar er lögð til grundvallar í starfsmannastefnu Kópavogsskóla. Kópavogsskóli leggur áherslu á að ráða til starfa hæfa og áhugasama einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna í krefjandi starfsumhverfi. Leitast er við að móta starfsumhverfið þannig að allir starfsmenn verði samstiga í því  að leiðbeina börnum á mismunandi þroskaskeiði. Gerðar eru kröfur til starfsmanna og reynt að styðja þá til að þroskast og eflast í starfi með möguleikum á námskeiðum og fræðslu sem hæfir hverjum og einum. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum þær aðstæður að þeir geti samræmt vinnu og fjölskyldulíf með því að hluti vinnunnar fari fram utan vinnustaðar og möguleikum á leyfi á starfstíma skóla.