Starfsþróunaráætlun

Kópavogsskóli skipuleggur starfsþróun starfsmanna nokkur ár fram í tímann. Í starfsþróunaráætlun skólans er lögð áhersla á að styrkja þá þætti sem skólinn sem stofnun setur í forgang auk þess sem  horft er til þátta er varða hvern einstakling og eru mikilvægir til að efla viðkomandi í starfi. Í árlegum starfsþróunarsamtölum er farið yfir þarfir hvers starfsmanns og starfsþróunaráætlunin uppfærð eftir þörfum. Núverandi starfsþróunaráætlun sem tekur til áranna 2017-2020 var uppfærð í febrúar 2019 og verður lengd til ársins 2023 í næstu úppfærslu. Umfangsmestu þættirnir sem unnið er með og eiga við allt skólastarfið eru samskipti og þróun kennsluhátta.