Nemendaverndarráð

Öllum grunnskólum er skylt að starfrækja nemendaverndarráð samkvæmt Reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. 

Í nemendaverndarráði Kópavogsskóla eiga sæti 

  • Guðný Sigurjónsdóttir, skólastjóri 
  • Elísabet Pétursdóttir, aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri 6. - 10. bekkjar
  • Bergdís Finnbogadóttir deildarstjóri 1. - 5. bekkjar
  • Erla Gígja Garðarsdóttir deildarstjóri sérúrræða
  • Aldís Anna Sigurjónsdóttir, námsráðgjafi
  • Eyrún Björk Svansdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
  • Þórdís Bragadóttir, sálfræðingur


Til nemendaverndarráðs er beint beiðnum um stuðning/úrræði fyrir einstaka nemendur og hópa. Þar er metið hvernig best sé að taka á málum og til hvaða þjónustuaðila á að vísa þeim ef þörf krefur. Endanlegar ákvarðanir eru alltaf teknar í samráði og samvinnu við foreldra.