Framundan eru haustfundir umsjónarkennara með foreldrum. Vegna samkomutakmarkana verða þeir með fjarfundasniði í ár því skólahúsnæðið er þröngt og því ekki hægt að tryggja þau fjarlægðamörk sem sóttvarnayfirvöld setja. Umsjónarkennarar senda hlekk til foreldra hvers árgangs og hlekkurinn opnast á tilgreindum tíma. Kópavogsskóli nýtir sér Google Meet og því er Chrome vafrinn hentugastur. Fundirnir hefjast kl. 08:10 og þeim lýkur kl. 09:00. Umsjónarkennarar verða með kynningu á málefnum viðkomandi árgangs og að henni lokinni tekur fulltrúi foreldrafélagsins við og ræðir vetrarstarf félagsins. Að því loknu verður opnað á fyrirspurnir til kennara og fulltrúa foreldrafélags.
Skiljanlega verða málefni einstakra nemenda ekki rædd og foreldrum bent á að hafa samband við umsjónarkennara vegna þeirra.
Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um dagsetningar fundanna en stefnt er að því að þeir verði dagana 8.-10. september (þ.e. í næstu viku).
Sérstakir fundir með túlkum verða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna og haft verður samband við foreldra þeirra barna.