Verkefnið Krakkar með krökkum er yfirskrift verkefnis gegn einelti sem Heimili og skóli og SAFT vinna í samstarfi við söng- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld og Vöndu Sigurgeirsdóttur í KVAN. Kópavogsskóli er einn af fjórum grunnskólum sem tekur þátt í verkefninu á vorönn. Nemendur í 9. bekk fá fyrirlestur frá Sölku Sól þar sem hún ræðir um eigin upplifun af einelti. Í framhaldinu mun hópur nemenda úr 9. bekk fá fræðslu og þjálfun í að kenna nemendum á yngri stigum skólans um samskipti og góðan bekkjaranda.
Öllum foreldrum og starfsfólki Kópavogsskóla er boðið á erindi fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20:00 – 22:00 þar sem Salka Sól kemur ásamt aðilum frá Heimili og skóla og KVAN. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og láta þetta mikilvæga málefni sig varða. Skólinn býður upp á kaffiveitingar.
Fræðsluerindið er unnið upp úr bæklingi Heimilis og skóla um einelti og vináttufærni