Kópavogsbær ætlar að vera með skáknetmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri klukkan 11:00 alla laugardaga frá 17. október til 12.desember.
Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt:
- Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
- Gerast meðlimur í hópnum “Kópavogur-skólar”: hhttps://www.chess.com/club/kopavogur-skolar
- Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com.
Alla laugardaga 11:00-12:00 (Teflt í 60 mínútur):
https://www.chess.com/live#r=529356 (Tengill gildir fyrir mótið þann 17. október tenglar verða uppfærðir inná á forsíðu Kópavogur-skólar á chess.com vikulega.)
Mælum með að þið notið borðtölvu/fartölvu. Chess.com appið virkar ekki á mótum.