Skólabyrjun

Nú er unnið að lokaundirbúningi skólaársins 2022-2023. Starfsmenn aðrir en kennarar komu til starfa 3. ágúst, kennarar mæta til undirbúnings kennslu mánudaginn 15. ágúst og skólasetning og fyrsti dagur nemenda verður þriðjudagurinn 23. ágúst. Skólasetning verður í sal skólans og tímasetningar sem hér segir:

  • 2.-3. bekkur kl. 8:30
  • 4.-6. bekkur kl. 9:00
  • 7.-10. bekkur kl. 10:00

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir ásamt foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara 23. ágúst og sama á við um nemendur námsvers.

Að lokinni skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í kennslustofur þar sem farið verður yfir helstu upplýsingar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst kl. 8:00.

Nýir nemendur ásamt foreldrum sínum fá boð um að hitta umsjónarkennara fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15. Þar fá þeir kynningu á skólastarfinu og skólahúsinu og geta spurt um það sem upp í hugann kemur. Umsjónarkennarar hafa samband símleiðis við foreldra þeirra í upphafi vikunnar.