[Því miður eru takmarkanir enn í gildi og vegna þrengsla og fjöldatakmarkana getum við ekki heimilað foreldrum nemenda í 2.-10. bekk að koma inn í skólahúsnæði með nemendum. Unnið er að sameiginlegum reglum fyrir grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og aðgengi foreldra að skólahúsnæði Kópavogsskóla verður auglýst sérstaklega þegar núgildandi reglugerð fellur úr gildi.]
Nemendur 1. bekkjar eru boðaðir í einstaklingsviðtöl með forráðamönnum og mæta á tilgreindum tíma (vekjum athygli á grímuskyldu forráðamanna þegar þeir koma inn í skólahúsið).
Kl. 8:30 - 9:20
Nemendur 7. bekkjar mæta við aðalanddyri og fara í stofur 101 og 103
Nemendur 8. bekkjar mæta við unglingaanddyri og fara í stofu 121
Nemendur 9. bekkjar mæta við unglingaanddyri og fara í stofu 102
Nemendur 10. bekkjar mæta við unglingaanddyri og fara í stofu 221
Ath: Vekjum athygli á boði um bólusetningu barna sem fædd eru 2006, 2007, 2008 og 2009.
Sjá nánari upplýsingar á Bólusetning 12-15 ára barna
Kl. 09:30 - 10:30
Nemendur 2. bekkjar ganga um anddyri við íþróttahús og fara í stofu 208
Nemendur 3. bekkjar ganga um anddyri við íþróttahús og fara í stofur 204 og 206
Nemendur 4. bekkjar ganga um aðalanddyri (að norðanverðu) og fara í stofur 202 og 203.
Nemendur 5. bekkjar mæta við Stjörnuborg og Skýjaborg
Nemendur 6. bekkjar ganga um aðalanddyri (að sunnanverðu) og fara í stofur 105 og 107
Búið er að boða nýja nemendur (aðrir en 1. bekkingar) við skólann í skólakynningu fimmtudaginn 19. ágúst kl. 15:00.