Frístundaheimili

Hér má finna matseðil frístundar apríl 2024

Hér má finna matseðil frístundar mars 2024

Hér má finna matseðil frístundar febrúar 2024

 

Starfsáætlun Stjörnunnar 2023 – 2024


Frístundaheimili skólans heitir Stjarnan. Foreldrar barna í 1.-4. bekk eiga kost á gæslu fyrir börn sín á frístundaheimililinu gegn mánaðarlegu gjaldi. Frístundaheimilið er opið mánudaga - fimmtudaga kl. 13:15-17:00 og á föstudögum kl. 12:40-17:00. Á starfsdögum er opið frá kl. 08:00-17:00 en opnunartímar í jóla- og páskaleyfum eru auglýstir sérstaklega. Frístund er lokuð á vetrarleyfisdögum grunnskólanna. Skráning barna fer fram í gegnum þjónustugátt Kópavogs. Notast er við skráningarkerfið Völuna, þar er svo einnig hægt að skrá tómstundir barna og breytt skráningu barna.

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/daggaesla-og-skolar/fristundir/fristund

Beinn sími frístundaheimilis er 441 3432 og 825 5945.

Starfsfólk

Forstöðumaður Stjörnunnar er Ásthildur Guðmundsdóttir og aðrir starfsmenn eru 11.

Aðstaða og starfsemi

Stjarnan hefur aðstöðu í gamalli húsvarðaríbúð í elsta hluta skólans. Þar hafa verið gerðar miklar endurbætur og húsnæðið er huggulegt þó það sé lítið. Að auki hefur Stjarnan aðgang að öðrum rýmum skólans fyrir starfsemi sína. Börn í þriðja og fjórða bekk eru í klúbbum sem starfsfólk Stjörnunnar stýrir en börn í fyrsta og öðrum bekk eru í mismunandi vali eftir dögum. Þetta skólaárið er minitennis í boði á föstudögum. Leynileikhúsið og tæknilego hafa verið hjá okkur seinustu ár og vonumst við til þess að við getum boðið upp á það sem fyrst aftur. Ýmsir aðrir aðilar hafa komið að starfinu en breytilegt eftir árum. Í þeim tilvikum skrá foreldrar börn sín í þá tíma hjá viðkomandi aðilum. 

Síðdegishressing

Síðdegishressingin hefst klukkan 13:40 og þá smyrja börnin sér sjálf ýmisskonar brauðmeti, auk þess sem það eru alltaf ávextir og grænmeti. Auk þess sem við bjóðum reglulega upp á skyr og annað skemmtilegt.

Útivist                       

Við byrjum dagana á útiveru og erum úti fram að kaffitíma. Þá daga sem fyrsti bekkur er lengur í skólanum fara þau beint í kaffi að loknum skóladegi og þá er reynt að fara fyrr út að leika í lok dags. Við förum svo aftur út að leika í kringum 15:30 og erum þar til ca. 16:15. Að sjálfsögðu tökum við alltaf mið af veðri en við reynum að fara amk einu sinni út á hverjum degi.

Fatnaður

Nauðsynlegt er að senda börnin klædd eftir veðri, þar sem það er mikil útivera, bæði yfir skóladaginn og svo hjá okkur líka. Einnig mælum við með því að hafa aukapör af sokkum, nærfatnaði og svo annan aukafatnað ef föt barnsins blotna.

Leikföng

Ekki er æskilegt að börnin komi með leikföng að heiman, nema á leikfangadögum skólans. Ekki er tekin ábyrgð á því ef leikfang skemmist eða týnist í Stjörnunni.

Heimferðir

Við fylgjum þeim heimferðartíma sem skráður er í Völunni nema ef að aðrar upplýsingar hafa borist. Upplýsingar verða að berast til forstöðumanns fyrir klukkan 12:30 samkvæmt öryggisferlum Kópavogs. Við leyfum börnum ekki að fara heim með vinum sínum ef við höfum ekki fengið upplýsingar þess efnis frá foreldrum. 
Einnig viljum við biðja foreldra að virða skráðan vistunartíma og bendum einnig á að Stjarnan lokar kl. 17.00. Ef fólki seinkar þá óskum við eftir því að það hringi í okkur og láti vita. S: 441 3432/825 5945.

Starfsdagar

Stjarnan er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn  (8.00. – 17.00) á starfsdögum kennara á skólatíma og á foreldraviðtaladögum en lokað er í vetrarfríum skólanna. Það er þó einn skipulagsdagur á haustönn og annar á vorönn sem frístund nýtir sér. Opnað er fyrir skráningu í lengda viðveru með góðum fyrirvara og lýkur skráningu tveim dögum fyrir lengdu dagana, tilkynnt er um skráninguna í gegnum tölvupóst. Ekki er tekið við óskráðum börnum á þessum dögum. Börn frá morgunmat, hádegismat og kaffitíma á þessum dögum.

Jólafrí og páskafrí

Opið er í Stjörnunni í jólafríi og páskafríi frá 8-16 og fer skráning fram í gegnum Völuna. Börnin þurfa að koma með hressingu með sér þessa daga. Þessar opnanir eru auglýstar tímanlega.

Frístund í lok skólaárs og sumarfrístund fyrir verðandi 1.bekk.

Ef skólaslit eru í miðri viku er opið í frístundinni frá 8-16 út þá viku. Tveim vikum fyrir skólasetningu á haustin bjóðum við verðandi fyrstu bekkinga til okkar og er skráning auglýst tímanlega.

Gjaldskrá

Á heimasíðu Kópavogsbæjar eru allar upplýsingar. Gjaldskrá