Mötuneyti

Til fjölda ára og fram til loka skólaársins 2017-2018 sáu utanaðkomandi aðilar um rekstur á mötuneyti Kópavogsskóla. Verulegar endurbætur voru gerðar á eldhúsinu sumarið 2018 og skólinn sér nú alfarið um reksturinn og allur matur eldaður á staðnum. Skráning fer fram í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar og endurnýjast sjálfvirkt. Kjósi foreldrar að segja mataráskrift upp þarf að gera það í gegnum Þjónustugátt fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögn þá gildi um næstu mánaðamót. Upplýsingar um verð er að finna hér.

Síðast uppfært 3. sept. 2019