06.10.2025
16. október næstkomandi kl. 17:00–19:00 verður fræðsla fyrir foreldra frá Foreldrahúsi í sal Kópavogsskóla.
Við heyrum sífellt oftar af aukinni áhættuhegðun, fikti og neyslu meðal unglinga og ungmenna og því ákváðum við að fá fræðslu hingað í skólann fyrir starfsfólk og foreldra.
Því betur sem við erum öll upplýst, þeim mun betur getum við tekist á þegar upp kemur grunur um áhættuhegðun, fikt eða neyslu.
23.09.2025
Kæru foreldrar/forráðamenn,
Við viljum bjóða ykkur hjartanlega velkomin á námskynningu fyrir foreldra nemenda í 1. bekk Kópavogsskóla sem fer fram þriðjudaginn 30. September kl. 17:00–20:00 í sal skólans.
Á dagskrá kvöldsins verða margvísleg og gagnleg erindi sem snúa að fyrstu skrefum barnanna í grunnskólanum. Meðal þeirra sem munu stíga á stokk eru:
• Skólasálfræðingur með innlegg um að byrja í skóla og tilfinningaleg viðbrögð barna.
• Forstöðumaður frístundar kynnir starfsemi frístundar og svarar spurningum.
• Fulltrúi foreldrafélagsins segir frá starfi félagsins og þátttöku foreldra.
• Talmeinafræðingur skólans fjallar um málþroska og mikilvægi hans í námi.
Að sjálfsögðu gefst einnig tækifæri til samtals og spurninga, og vonumst við til að sjá sem flesta.
Skólinn býður foreldrum til kvöldverðar, þar sem boðið verður upp á súpu að hætti kokksins.________________________________________Ef einhverjir foreldrar óska eftir þjónustu túlks, vinsamlegast sendið tölvupóst á:
📧 bergdisf@kopavogur.is sem fyrst.
Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur góðar samverustundir!
Bestu kveðjur,
Bergdís Finnbogadóttir, deildarstjóri Kópavogsskóla
Dear parents/guardians,
You are warmly invited to an informational meeting for parents of 1st grade students in Kópavogsskóli on Tuesday, September 30th, from 17:00–20:00 in the school hall.
This evening will feature a variety of short presentations and discussions relevant to your child’s first year of school. Among the speakers:
• The school psychologist, speaking about the emotional aspects of starting school.
• The after-school program manager, introducing the program and answering questions.
• A representative from the Parent Association, sharing insights into their work and how to get involved.
• The school’s speech therapist, presenting on language development and its importance in learning.
There will also be time for open conversation and questions.
Dinner will be provided by the school, featuring homemade soup prepared by our chef.________________________________________
If any parents require interpreter services, please send an email in advance to:
📧 bergdisf@kopavogur.is as soon as possible.
We look forward to seeing you and spending a pleasant and informative evening together!
Warm regards,
Bergdís Finnbogadóttir, deildarstjóri Kópavogsskóla
16.09.2025
Á morgun, miðvikudaginn 17. september verður 10. bekkur með fjáröflun á hausthátíð foreldrafélagsins.
16.09.2025
Á morgun, miðvikudaginn 17. september heldur foreldrafélagið sína árlegu hausthátíð.
12.09.2025
Námskynningar í 2.-5. bekk verða nú í lok september.
Kynningarnar verða með þeim hætti að umsjónarkennarar taka á móti ykkur foreldrar í heimastofum árganganna og í framhaldi af kynningunni hjá þeim taka börnin á móti ykkur þar sem þau verða nú í list- og verkgreinum og gefst ykkur tækifæri til að sjá þau í verklegri kennslu og sjá verk þeirra í vinnslu.
Foreldrar mæti sem hér segir;
22. september - 4. bekkur mæting kl: 8:15 í heimastofu
22. september - 3. bekkur mæting kl: 8:15 í heimastofu
25. september - 5. bekkur mæting kl: 9:55 í heimastofu
30. september - 2. bekkur mæting kl: 9:55 í heimastofu
Við viljum benda ykkur foreldrar á að bílastæði við skólann eru ekki mörg og því getur verið erfitt að fá bílastæði við skólann.
28.08.2025
Nú fara námsefniskynningar að bresta á. Unglingastigið ríður á vaðið og byrjar eftir helgi.
25.08.2025
Í upphafi skólaárs viljum við vekja athygli á breyttum símareglum í skólanum.
20.08.2025
Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030