12.09.2025
Námskynningar í 2.-5. bekk verða nú í lok september.
Kynningarnar verða með þeim hætti að umsjónarkennarar taka á móti ykkur foreldrar í heimastofum árganganna og í framhaldi af kynningunni hjá þeim taka börnin á móti ykkur þar sem þau verða nú í list- og verkgreinum og gefst ykkur tækifæri til að sjá þau í verklegri kennslu og sjá verk þeirra í vinnslu.
Foreldrar mæti sem hér segir;
22. september - 4. bekkur mæting kl: 8:15 í heimastofu
22. september - 3. bekkur mæting kl: 8:15 í heimastofu
25. september - 5. bekkur mæting kl: 9:55 í heimastofu
30. september - 2. bekkur mæting kl: 9:55 í heimastofu
Við viljum benda ykkur foreldrar á að bílastæði við skólann eru ekki mörg og því getur verið erfitt að fá bílastæði við skólann.
28.08.2025
Nú fara námsefniskynningar að bresta á. Unglingastigið ríður á vaðið og byrjar eftir helgi.
25.08.2025
Í upphafi skólaárs viljum við vekja athygli á breyttum símareglum í skólanum.
20.08.2025
Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030
28.05.2025
Nemendur í 7.-10. bekk hafa verið að vinna í Bræðingsverkefnum frá 19. maí síðast liðnum.
21.05.2025
Bókasafnsfræðingur skólans er með lestrarátak þessa dagana fyrir 2. og 3. bekk. Krakkarnir ráða sjálf hvort þau vilji vera með í bókaklúbbnum en langflest vildu vera með. Bókaklúbburinn gengur út á að lesa bækurnar um Binnu B. Bjarna og Jónsa. Þau safna límmiðum í bókaklúbbsbæklinginn sinn, einum límmiða fyrir hverja bók. Þetta gera þau bara á sínum eigin hraða og það er engin krafa um að fylla bókina.
21.05.2025
Anna Karen er að æfa borðtennis með ÍFR (Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík). Anna keppti á Íslandsmóti laugardaginn 10. maí sem haldið var í ÍFR þar sem hún var yngsti keppandinn og var þetta fjölmennasta borðtennismót ÍF í langan tíma.