Öryggismál

Öryggisnefnd

Samkvæmt reglum nr. 77/1982 um heilbrigðis- og öryggisstarfsemi (PDF skjal)  er skylt að stofna öryggisnefnd í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri. 
 
Öryggisverðir skólans, skipaðir af skólastjóra, eru Sigurður Kjartansson húsvörður og  Magnús Alfonsson kennari. Öryggistrúnaðarmenn, kosnir af starfsmönnum, eru Svala Helga Sigurðardóttir  og  Skarphéðinn Þór Hjartarson. 
 
Hlutverk þessara fulltrúa er, auk almennra eftirlitsstarfa skv. ákvæðum áðurnefndra reglna, að vinna að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustaðnum.  Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar. 
 
Bent er á netföng nefndarmanna sem sjá má á lista yfir starfsfólk.
 

Foreldrafélag skólans er einnig með öryggisnefnd og upplýsingar um hana er að finna hér.

Öryggi á skólalóð

Umhverfisdeild Kópavogsbæjar hefur eftirlit með skólalóðum leik- og grunnskóla bæjarins og starfsmenn deildarinnar koma reglulega og yfirfara leiktæki og annað slíkt. Húsvörður og skólaliðar fylgjast einnig með og koma boðum áleiðis ef lagfæringa er þörf. Ef foreldrar verða varir við bilanir í tækjum eða þörf á lagfæringum eru þeir beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans, s. 4413400, eða senda tölupóst (kopavogsskoli@kopavogur.is).

Eftirlitsmyndavélar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í desember 2019 reglur um eftirlitsmyndavélar í grunnskólum Kópavogs. Frá upphafi árs 2020 hefur verið unnið að uppsetningu vélanna í grunnskólum bæjarins og gert ráð fyrir að myndavélar verði settar upp í Kópavogsskóla sumarið 2021. Hér eru nánari upplýsingar um eftirlitsmyndavélar:

  • kynningarbréf (sambærilegt bréf fyrir Kópavogsskóla verður sent út síðar í vetur)
  • reglur