Forvarnir - yfirlit

Forvarnaáætlun skólans er heildaryfirlit allra þeirra áætlana sem fjalla með einhverjum hætti um forvarnir, heilsu og heilbrigðan lífsstíl. Áætlanirnar eru birtar á heimasíðu skólans. kopavogsskoli.is/hagnytt og eru m.a. Áætlun um fíknivarnir, Slys og slysavarnir, Áfallaáætlun, Eineltisáætlun og Jafnréttisáætlun. Þá er skólinn þátttakandi í verkefni Landlæknisembættisins, Heilsueflandi grunnskóli og starfar samkvæmt stefnunni Uppeldi til ábyrgðar.

 

Í áætlunum skólans er leitast við að tryggja að nemendur fái m.a. fræðslu um:

  • Einelti og hvernig má koma í veg fyrir það

  • Heilbrigðan lífsstíl

  • Kynfræðslu og fjölbreytileika

  • Umferð og umferðaröryggi

  • Rafrænt öryggi og hvernig má varast hættur rafrænna samskipta

  • Stafræna borgaravitund

  • Tannumhirðu og tannvernd

  • Ávana- og fíkniefnavarnir

  • Slysavarnir

  • Líðan og tilfinningar á ólíkum aldri

 

Markmiðið er að byggja nemendur skólans upp sem sterka einstaklinga með góðan grunn út í lífið. Þeim er kennt og þeir eru hvattir til að:

  • Vera sjálfstæðir og taka tillit til skoðana annarra

  • Styrkja eigin sjálfsmynd og leita upplýsinga

  • Vera meðvitaðir um allt ofbeldi, vinna gegn því og leita hjálpar ef þarf

  • Sýna aðgát í umferðinni og velja leiðir þar sem minni hætta er á slysum

  • Vera meðvitaðir um hættur internetsins og rafrænna samskipta

  • Forðast vímuefni og tileinka sér jákvæðan lífsstíl.

  • Hafa jákvæðni að leiðarljósi í lífinu og ræða opinskátt við foreldra sína um sín mál



Þær leiðir sem Kópavogsskóli fer til að tryggja þessa þætti eru:

  • Styrkja kennara í allri forvarnafræðslu ólíkra aldursstiga

  • Tryggja að forvarnir séu þverfeglegt umfjöllunarefni í skólastarfi

  • Viðhalda markmiðum ,,Uppeldis til ábyrgðar” í skólastarfinu

  • Styrkja einstaklinga og smærri hópa sem þurfa sérstaka aðstoð

  • Vera vakandi fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og nýta það sem umræðuefni í skólastarfinu

  • Hafa virðingu að leiðarljósi í öllu samskiptum

  • Vera opin fyrir áhugamálum nemenda og nýta umræðuna til uppbyggingar.



Til að ná markmiðunum eru eftirfarandi fastir þættir í skólastarfinu:

  • Uppeldi til ábyrgðar og sáttahringurinn - allir nemendur

  • Samtöl umsjónarkennara við umsjónarnemendur - allir nemendur

  • Samtöl námsráðgjafa við alla nýja nemendur - nýir nemendur

  • Samskipti skólastjórnenda við einstaklinga og hópa - allir nemendur

  • Heimsóknir  - Krakkarnir í hverfinu (forvarnir vegna kynferðisofbeldis) - 2. bekkur

  • Vináttuverkefni Barnaheilla - umsjónarkennarar - nemendur í 1. og 2. bekk

  • Jákvæð sjálfsmynd - Þorgrímur Þráinsson - 10. bekkur

  • Eldvarnir - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - 3. bekkur

  • Stafræn borgararvitund - kennsluráðgjafar menntasviðs - 5. bekkur og eftir óskum kennara

  • Rafræn samskipti - kynning á saft.is  - umsjónarkennarar og skólastjórnrnendur - allir nemendur

  • Gengið gegn einelti  - allir starfsmenn  - allir nemendur

  • Sáttmálar árganga - umsjónarkennarar - allir nemendur

  • Kynfræðsla og kynvitund - hjúkrunarfræðingur - aðili frá Samtökin 78 - Sigga Dögg kynfræðingur - nemendur unglingastigs (og eftir óskum kennara)

  • Rannsóknir og greining - niðurstöður athugunar  - nemendavendarráð - kennarar og skólastjórnendur - nemendur unglingastigs

  • Jákvæð samskipti - sérfræðingar frá KVAN - miðstig með áherslu á 7. bekk

  • Jákvæð samskipti - námsráðgjafi - fyrir alla nemendur (eftir óskum kennara)

  • Starfsfræðsla - námsráðgjafi - nemendur 10. bekkjar sem hópur og einnig einstaklingssamtöl  



Mikið af frábæru efni er til fyrir öll aldursstig, sumt í bókum og annað rafrænt. Kópavogsskóli er meðvitaður um mikilvægi forvarna og fræðslu og nýtir það efni sem hentar best í hverju tilfelli. Mikilvægt er að leita til utanaðkomandi sérfræðinga ef þær aðstæður koma upp og það er rætt og skoðað með viðkomandi aðilum.

 

Uppfært í mars 2021.