Ástundun náms

Skólasókn

Skólasóknar- og ástundunarkerfi unglingastigs Kópavogsskóla.  Markmið með skólasóknar- og ástundndunarkefi er að vera nemendum hvatning til að leggja rækt við ástundun, reglusemi og stundvísi. Í upphafi skólaárs byrja nemendur í 8. - 10. bekk með 10 í skólasóknareinkunn og 0 punkta. Fjarvistir nemenda eru metnar á eftirfarnandi hátt:

  • Komi nemandi of seint í kennslustund: 1 punktur
  • Fyrir óheimila fjarvist úr kennlsustund: 4 punktar
  • Nemanda vísað úr kennslustund: 4 punktar

 

Punktar

Einkunn

0-1

10,0

2-6

9,5

7-12

9,0

13-18

8,5

19-24

8,0

25-30

7,5

31-36

7,0

37-42

6,5

43-48

6,0

49-54

5,5

55-60

5,0

61-66

4,5

67-72

4,0

73-78

3,5

79-84

3,0

85-90

2,5

91-96

2,0

97-102

1,5

103 og fleiri

1,0

 

Kennarar og foreldrar fylgjast með skráningum á Mentor.

Umsjónarkennarar upplýsa nemendur sína reglulega (1x í mán.). Um stöðu þeirra þannig að hver og einn geti fylgst nákvæmlega með skólasóknareinkunn sinni.

Nemendur sem komnir eru með lægri skólasóknareinkunn en 8 geta tvisvar sinnum á skólaárinu sótt um til umsjónarkennara að hækka einkunnina. Gerður er skriflegur samningur milli nemanda og umsjónarkennara. Þá gefa þrjár punktalausar vikur þ.e. 15 virkir dagar 1 til hækkunar. Nemandi getur þó aldrei náð hærri einkunn en 8. Við fyrsta brot fellur samningurinn úr gildi. Falli samningur úr gildi heldur hann fyrri einkunn.

Hægt er að sækja um leyfi beint til umsjónarkennara fyrir einum degi eða skemur. Sé nemandi lengur í leyfi þarf að sækja um leyfi á heimasíðu skólans, sjá þar sér hnapp um leyfisbeiðnir.

 

Kópavogsskóli fylgir verkferlum Kópavogsbæjar vegna fjarveru nemenda úr skóla, sjá hérna.