Kópavogsskóli hefur að markmiði að kenna nemendum að leggja sig fram og vanda sig við öll verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur. Þar má nefna próf, verkefni og jákvæð samskipti.
Ávallt er verið að meta námsframvindu samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla jafnt og þétt yfir veturinn. Engir formlegir námsmatsdagar eru í Kópavogsskóla heldur eru kennarar að meta kunnáttu nemenda með ýmsum hætti yfir skólaárið. Próf og verkefni eru tilkynnt á Mentor - Dagatal og hvetjum við bæði nemendur og foreldra/forráðamenn að fylgjast vel með þar.
Hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla eru fjölmörg og eru þau sett upp á þann hátt að skóli þarf að hafa lokið mati á ákveðnum hæfniviðmiðum við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Undantekning frá þessu eru nemendur með einstaklingsnámskrár.
Í Kópavogsskóla höfum við skipt hæfniviðmiðum niður á árganga til að ná utan um öll hæfniviðmiðin. Stundum kemur fyrir að sama hæfniviðmiðið sé metið oftar en einu sinni yfir skólagönguna.
Hæfnikort nemenda sýna hvaða hæfni nemandi á að búa yfir í hverri námsgrein og í helstu námsþáttum. Niðurstöður námsmatsins er á fimm stiga kvarða. Við endurgjöf er notað litakerfi þar sem grænt merkir að hæfni sé náð, gult merkir að hæfniviðmiðið þarfnist þjálfunar, fjólublátt merkir að nemandi sé á góðri leið í sínu námi, rautt þýðir að hæfni sé ekki náð og blátt táknar framúrskarandi hæfni. Hæfnikort er notað sem leiðsögn yfir skólaárið og er jafnframt grunnur að lokamati.
Námslotur í Mentor halda utan um kennslu og mat í öllum námsgreinum. Mat á viðmiðum er skráð á hæfnikort nemenda sem á að gefa skýra sýn á stöðu nemandans hverju sinni.
Einstaklingsnámskrár
Einstaka nemendur í skólanum eru með einstaklingsnámskrár ýmist í einu eða fleiri fögum og víkja þær námskrár frá markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og miðar námsmat nemenda þá við þá námskrá. Einstaklingsnámskrár eru gerðar í samstarfi við foreldra/forráðamenn og eru þær undirritaðar af foreldrum/forráðamönnum viðkomandi nemenda.
Á fundum bæjarstjóra og menntasviðs haustið 2024 með stjórnendum, kennurum, nemendum og foreldrum kom fram ákall um að samræma matskvarða í grunnskólum Kópavogs.
Jafnframt lagði ungmennaráð fram tillögu til bæjarstjórnar í maí 2025 um að samræma matskvarða í skólunum.
Tekin var ákvörðun um að samræma matskvarða í grunnskólum Kópavogs í öllum árgöngum og varð niðurstaðan eftirfarandi:
Samræmda matskvarða skal nýta við allt námsmat í grunnskólum Kópavogs, hvort sem það er lokamat, mat á einstökum verkefnum, námsmarkmiðum eða hæfniviðmiðum yfir skólaárið.
4 bókstafir í 1.-2.bekk. (B+,B, C+, C)
6 bókstafir í 3.-10.bekk. (A, B+, B, C+, C, D)
Námsmat er skilgreint í Aðalnámskrá grunnskóla en þar eru sett fram matsviðmið fyrir einstakar námsgreinar og námssvið. Samræmdur matskvarði sem stuðst verður við í grunnskólum Kópavogs frá og með hausti 2025 má sjá hérna ásamt útskýringum á bókstöfum.
*einkunnin D og stjörnumerktar einkunnir fela í sér einstaklingsmiðaða umsögn.
Lokaeinkunn 10. bekkinga ræðst síðan af öllum markmiðum námskrárinnar og hvernig þeim hefur tekist að tileinka sér þau.
Í aðalnámskrá grunnskóla eru tilgreind þau markmið sem kennarar vinna eftir og mynda einkunnir nemenda. Markmiðin eru sýnd fyrir hvert stig og í þeim kemur fram hvaða færni nemendur eiga að hafa náð við lok 4. bekkjar, 7. bekkjar og 10. bekkjar. Það er síðan hvers skóla að ákveða hvaða markmið eiga að nást í hverjum árgangi. Skólaárið 2025-2026 verður unnið að nýrri skólanámskrá Kópavogsskóla útfrá nýrri Aðalnámskrá grunnskóla.