Námsmat

Kópavogsskóli hefur að markmiði að kenna nemendum að leggja sig fram og vanda sig við öll verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur. Þar má nefna próf, samræmd próf, verkefni og jákvæð samskipti.

Námsmat er skilgreint í  Aðalnámskrá grunnskóla en þar eru sett fram matsviðmið fyrir einstakar námsgreinar og námssvið. Námamat er gefið í bókstöfum og skilgreiningar bókstafanna eru:

KvarðiNámssvið/námsgrein
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar  eða námssviðs.
B+ Mjög góð hæfni og frammistaða  í námi með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar eða námssviðs.
B Góð hæfni og frammistaða  í námi með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar eða námssviðs.
C+ Heldur góð hæfni og frammistaða  í námi með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar eða námssviðs.
C Sæmileg  hæfni og frammistaða í námi með tilliti til hæfniviðmiða  námsgreinar eða námssviðs. Heldur góð hæfni og frammistaða  í námi með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar eða námssviðs.
D* Hæfni og frammistaða í námi ábótavant með tilliti til hæfniviðmiða námsgreinar eða námssviðs.

 

*einkunnin D og stjörnumerktar einkunnir fela í sér einstaklingsmiðaða umsögn.

Í aðalnámskrá grunnskóla eru tilgreind þau markmið sem kennarar vinna eftir og mynda einkunnir nemenda. Markmiðin eru sýnd fyrir hvert stig og í þeim kemur fram hvaða færni nemendur eiga að hafa náð við lok 4. bekkjar, 7. bekkjar og 10. bekkjar. Það er síðan hvers skóla að ákveða hvaða markmið eiga að nást í hverjum árgangi. Hér má sjá skilgreiningu á því hvenær markmið hverrar námsgreinar eiga að hafa náðst í Kópavogsskóla. Lokaeinkunn 10. bekkinga ræðst síðan af öllum markmiðum námskrárinnar og hvernig þeim hefur tekist að tileinka sér þau.