Valgreinar

Valgreinar skólaárið 2025 - 2026 - síða í vinnslu, verður tilbúin í lok apríl.

Hérna má finna valgreinabækling Kópavogsskóla fyrir skólaárið 2025-2026. Mikilvægt er að skoða vel það val sem er í boði hverju sinni. Valfög eru hluti af aðalnámskrá grunnskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk og þurfa þeir nemendur að velja þrjú valfög fyrir veturinn. Hægt er að fá skipulagðar íþróttir og listgreinar sem eru æfðar undir handleiðslu þjálfara/kennara metnar sem hluta af valgreinum, sjá nánar á forsíðu bæklings. Nemendur 7. bekkjar geta valið sér eina valgrein fyrir næsta skólaár hafi þeir áhuga á.

Mikilvægt er að lesa vel lýsingar og vanda valið því eftir að valfag hefst er ekki hægt að skipta um valfag.

Möguleiki er á að taka framhaldsskólaáfanga sem valfag og hefur Kópavogsskóli verið í samstarfið við Fjölbrautaskólann í Ármúla um nokkurra ára skeið. Mikilvægt er að hafa í huga að skipulag þeirra áfanga er á vegum FÁ og þar á meðal prófaskipulag. Kópavogsskóli getur ekki fært til prófadaga FÁ og því mikilvægt að kynna sér reglur FÁ varðandi próf og sjúkrapróf í fjarnámi, sjá https://www.fa.is/is/fjarnam/um-fjarnam/fjarnam-fa

 

Í byrjun maí fá nemendur í 6.-9. bekk kynningu á valfögum skólans og hvernig fylla skuli út umsóknareyðublöðin.
Umsóknir um valfög þarf að skila inn fyrir miðvikudaginn 14. maí 2025.

 

Hér má finna valbækling nemenda í 7. - 10. bekk.
https://sites.google.com/kopskolar.is/valgreinar-2024-2025/home