Óveður

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa borist Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum og Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna við röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Vinsamlegast kynnið ykkur þær. Ef þið viljið koma einhverjum ábendingum á framfæri vegna þessa þá hafið samband við skólastjórnendur.

Sjá nánar hér.

Starfsreglur Kópavogsskóla vegna óveðurs

  1. Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.
  2. Ætlast er til að foreldrar meti sjálfir hvort þeir senda börn sín í skóla þegar óveður geisar. Sé þeim haldið heima þarf að tilkynna það til skóla eins og önnur forföll. Séu börnin hins vegar send í skóla er þess vænst af foreldrum að þeir fylgi börnum sínum í skólann og sæki þau að loknum skóladegi.
  3. Ætlast er til þess af þeim kennurum sem kenna í síðasta tíma á stundaskrá hvers bekkjar að þeir sjái svo um að börnin fari ekki ein út í óveður að afloknum skóladegi. Heimferð þeirra sé tryggð - ella sé börnunum haldið í skóla þar til foreldrar sækja þau eða aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar.
  4. Telji foreldrar vafasamt að senda börn í skóla vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.
  5. Verði símasambandslaust við skólann þegar óveður geisar er ætlast til þess að börnin verði kyrr í skóla þar til þau verða sótt eða þeim tryggð örugg heimferð (sjá lið 3).