Stuðnings- og sérkennsla

Samkvæmt grunnskólalögum eiga allir nemendur rétt á kennslu við sitt hæfi. Til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda er skipulagi sérkennslunnar í skólanum þannig háttað að gerðar eru sérstakar námsáætlanir fyrir hvern nemanda eða nemendahóp sem hlýtur stuðning. Í þessum námsáætlunum koma fram markmið námsins og tilhögun þess. Þrír sérkennarar í fullu starfi sjá um sérkennslu hver á sínu stigi og þar eru lestur og stærðfræði grunnviðfangsefni auk félagsfærniþjálfunar.

Markmið sérkennslunnar eru m.a.: 

  • að mæta þörfum nemandans 
  • að styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði nemandans 
  • að efla hæfni nemenda til félagslegra samskipta 
  • að auka færni nemenda í ákveðnum námsgreinum

Leiðir: Fyrirkomulag sérkennslu getur verið með ýmsu móti og það er metið af sérkennara og bekkjarkennara hvort taka þurfi nemandann í sérstakt kennslurými eða hvort aðstoðin fer fram inn í bekk. Oft er um stuðning inn í bekk að ræða auk tíma í sérkennslustofu. 

Mat: Í upphafi og við lok stuðningstímabils er lagt mat á stöðu nemenda. Matið byggir m.a. á greiningu sérkennara, ef hún er til, en einnig er stuðst við upplýsingar frá kennurum og foreldrum. Leitað er eftir stuðningi og fræðslu hjá fagaðilum utan eða innan skólans ef með þarf til að tryggja sem best hag nemenda. 

Erla Gígja Garðarsdóttir er deildarstjóri sérúrræða.