Skólanámskrá - Starfsáætlun - Innramat

     

Skólanámskrá

Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla og innifelur allar upplýsingar og áætlanir sem snerta skólastarfið og framkvæmd þess. Skólanámskráin er þríþætt, í fyrsta lagi er starfsáætlun sem inniheldur áætlanir og upplýsingar varðandi skólaárið, í öðru lagi er handbókin sem inniheldur allar aðrar áætlanir, verklagsreglur og stefnumótun sem skólinn starfar eftir og að lokum er námsgreinahlutinn þar sem gerð er grein fyrir inntaki námsins eftir námssviðum og árgöngum.

Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að grunnskólum er skylt að semja sérstaka skólanámskrá. Skólanámskrá byggir á aðalnámskránni og öðrum þeim gögnum sem samþykkt eru af Alþingi og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur eftirlit með að grunnskólarnir starfi eftir. Skólanámskráin er sett saman af mörgum þáttum og þeir eru birtir hér á heimasíðu skólans en ekki teknir saman í heildstæðan bækling. Námsgreinahluti námskrárinnar er hluti af skólanámskrá og er leiðarvísir kennarar við skipulag náms og kennslu.

 

Hér fyrir neðan er sá hluti skólanámskrár Kópavogsskóla þar sem marmkið hvers stigs í heild eru skilgreind og þeim skipt á árganga. Hverri námsgrein eru gerð nánari skil í bekkjanámskrá hvers árgangs fyrir sig og hægt að nálgast á tenglinum ,,Bekkjanámskrár" ofarlega til hægri á síðunni.

Unglingastig

Íslenska 8.-10 bekkur Stærðfræði 8.-10. bekkur Erlend tungumál 8.-10. bekkur Samfélagsfræði 8.-10. bekkur

Náttúrufræði 8. bekkur

Náttúrufræði 9. bekkur

Náttúrufræði 10. bekkur

Upplýsingatækni

Sjónlistir

List- og verkgreinar

Íþróttir

 

 

Miðstig

5.-7. bekkur Stærðfræði 5.-7. bekkur Erlend tungumál Samfélagsfræði 5.-7. bekkur
Náttúrufræði Samfélagsfræði Sjónlistir Upplýsingatækni
List- og verkgreinar Íþróttir    

 

Yngsta stig

Íslenska Stærðfræði Samfélagsfræði Náttúrufræði
Sjónlistir List- og verkgreinar Upplýsingatækni Íþróttir
       

Starfsáætlun

Hér má finna  Starfsáætlun Kópavogsskóla 2023 - 2024

 

Í Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er tilgreint í 29. grein að skólar skuli gefa út skólanámskrá og

starfsáætlun. Kópavogsskóli hefur birt skólanámskrá sína og starfsáætlun á www.kopavogsskoli.is
til margra ára og svo verður áfram. Í þessari útgáfu starfsáætlunarinnar er áhersla lögð á þau
atriði sem tilgreind eru í 29. grein Laga um grunnskóla og talin eru upp í Viðmið fyrir starfsáætlun
grunnskóla Kópavogs sem unnið var af Menntasviði Kópavogs. 

Starfsþróunaráætlun
Kópavogsskóli skipuleggur starfsþróun starfsmanna nokkur ár fram í tímann. Í starfsþróunaráætlun skólans er lögð áhersla á að styrkja þá þætti sem skólinn sem stofnun setur í forgang auk þess sem horft er til þátta er varða hvern einstakling og eru mikilvægir til að efla viðkomandi í starfi. Í árlegum starfsþróunarsamtölum er farið yfir þarfir hvers starfsmanns og starfsþróunaráætlunin uppfærð eftir þörfum. Núverandi starfsþróunaráætlun sem tekur til áranna 2017-2020 var uppfærð í febrúar 2019 og verður lengd til ársins 2023 í næstu úppfærslu. Umfangsmestu þættirnir sem unnið er með og eiga við allt skólastarfið eru samskipti og þróun kennsluhátta.


Innramat