Heilsueflandi skóli

Kópavogsskóli var á sínum tíma þátttakandi í samstarfi Evrópulanda um heilsueflingu í skólum. Um var að ræða þriggja ára verkefni sem lauk vorið 2003. Sumarið 2011 gerðist Kópavogsskóli þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli en verkefnið er á vegum Landlæknisembættisins. Verkefnið er í anda þess sem unnið var í Kópavogsskóla og styrkur fyrir skólann að geta leitað aðstoðar hjá verkefnastjóra Heilsueflandi grunnskóla hjá Landlæknisembættinu. Stýrihópur Kópavogsskóla lét skólaárið 2013-2014 útbúa sérstakt gönguleiðakort fyrir nemendur og stafsfólk skólans. Allir bekkir skrá hjá sér þær vegalengdir sem farnar eru á skólaárinu og kennarar hvattir til reglubundinnar útiveru með bekkjum sínum. Hér er tengill á nánari upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli.