Skólinn

Saga skólans

Kennsla hófst í fyrsta áfanga Kópavogsskóla miðvikudaginn 12. janúar 1949. Nemendur voru 100 talsins og skiptust í 6 bekkjardeildir. Stofurnar voru hins vegar aðeins þrjár tilbúnar fyrir kennslu svo eldri nemendur voru í skólanum fyrir hádegi en þeir yngri eftir hádegi. Á næstu fjórum árum rúmlega þrefaldaðist nemendafjöldinn og stofufjöldinn tvöfaldaðist.  Kópavogsskóli er elsti skóli Kópavogs og hét í upphafi Barnaskóli Kópavogs, síðar Barna- og unglingaskóli Kópavogs, því næst Kópavogsskólinn og fékk svo núverandi heiti, Kópavogsskóli.

1. áfangi var tekinn í notkun um áramót ´48-´49.  6 kennslustofur + handavinnustofa og skólaeldhús + 3 herbergi.

2. áfangi  um áramótin ´54-´55  - 4 kennslustofur.

3. áfangi í mars  1960  - íþróttahús.

4. áfangi  haustið 1964 - smíðastofa.

5. áfangi, haustið 1968 -  2 kennslustofur og anddyri.

6. áfangi, haustið 1972 - 4 kennslustofur.

7. áfangi, haustið 1975 - stjórnunarálma og bókasafn.

8. áfangi, haustið 1996 - 6 kennslustofur + samkomusalur.

Tvær ,,lausar" kennslustofur settar niður á skólalóðina og teknar í notkun í ágúst 2019.

Skólastjórar Kópavogsskóla hafa verið Guðmundur Eggertsson (1948-1949), Frímann Jónasson (1949-1964), Magnús Bæringur Kristinsson (1964-1977), Óli Kr. Jónsson (1977-1990), Ólafur Guðmundsson (1990-2006), Guðmundur Ó. Ásmundsson (2006-2022). Núverandi skólastjóri, Guðný Sigurjónsdóttir, tók við stjórn Kópavogsskóla 1. október 2022.

Á sextíu ára afmæli skólans árið 2009 var gefið út afmælisrit með ýmsum fróðleik um upphafsár skólans og þá starfsemi sem fram fór í húsinu og fullnýtt var frá morgni til kvölds.