03.02.2021
Foreldrar geta nálgast óskilamuni í anddyri (við íþróttahús) skólans alla fimmtudaga kl. 14-15. Ef sá tími hentar illa er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans og finna hentugan tíma í samráði við húsvörð.
12.11.2020
Kópavogsskóla barst rausnaleg gjöf á dögunum frá Bjarna Fritzsyni. Skólinn fékk að gjöf bekkjarsett af bókinni Orri óstöðvandi; Hefnd glæponanna. Skemmtilegt er frá því að segja að bókin var valin barnabók ársins 2020 á Bókmenntahátíð barnanna. Bókagjöfinni fylgdi einnig verkefnahefti úr bókinni sem samið er af Tinnu Baldursdóttur grunnskólakennara og eiginkonu Bjarna.
Kópavogsskóli þakkar Bjarna og Tinnu kærlega fyrir þessa frábæru gjöf, takk fyrir okkur!