Vegna skólastarfs í upphafi árs

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. jan. og ekki verður nein skerðing á skóladeginum nema hjá nemendum unglingastigs því valgreinar byrja ekki í þessari viku. Til að byrja með verða nokkrar breytingar á matartímum nemenda því einungis er heimilt að vera með 50 nemendur í matsal á sama tíma. Þeir nemendur í 1.-7. bekk sem eru í mataráskrift fá allir mat á skólatíma en ekki er hægt að bjóða nemendum unglingastigs upp á mat í skólanum í þessari viku að minnsta kosti.

Sundkennsla verður ekki í þessari viku en íþróttakennarar verða með hópana í kennslustofum þar til nánari upplýsingar um skipulag í Sundlaug Kópavogs liggja fyrir sem verður vonandi fyrir lok vikunnar. Nemendur þurfa því ekki að mæta með sundfatnað í þessari viku.

Leikfimikennsla verður í íþróttahúsi Kópavogsskóla fyrir alla árganga (einnig fyrir nemendur unglingastigs) og upplýsingar sendar þegar kennsla unglinganna færist í Smárann.

Starfsemi frístundar verður óskert og hægt að taka á móti öllum skráðum nemendum.

Viðbúið er að breyta þurfi þessu skipulagi með litlum sem engum fyrirvara ef fjarvistir starfsmanna verða miklar. 

Þar sem staðan er mjög viðkvæm er mjög mikilvægt að ef nemendur eru með kvef eða önnur einkenni eiga þeir að vera heima. Höfum í huga að smit getur leitt til þess að heill árgangur þurfi að fara í sóttkví og því mikilvægt að sýna fulla aðgæslu. Gott er að hafa samband í síma 1700 til að fá leiðbeiningar ef spurningar vakna.