Slakað á reglum um sóttkví

Í hádeginu í dag kom fram í viðtali við heilbrigðisráðherra að aflétta ætti frá og með 26. jan. ýmsum takmörkunum sem hafa verið í gildi undanfarnar vikur. Þar er sérstaklega um að ræða reglur um sóttkví og á vef ráðuneytisins eru komnar nánari upplýsingar: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/COVID-19-Slakad-a-reglum-um-sottkvi/ . Starfsmenn og börn sem hafa verið í sóttkví á heimilum þar sem ekki hefur greinst smit losna úr sóttkví og geta mætt til starfa á morgun ef þau eru einkennalaus. Ef Covid smitaður einstaklingur er á heimilinu gilda áfram þær reglur að heimilismenn þurfa að ljúka fimm daga einangrun og fara í PCR próf til að losna.

Þó slakað sé á reglum er fjöldi smita mikill og því mikilvægt að fara áfram eftir öllum leiðbeiningum um smitvarnir og starfsmenn þurfa áfram að nota grímur ef ekki er hægt að uppfylla tveggja metra nándarregluna.

Aðgengi að skólanum verður til að byrja með áfram takmarkað því enn er fjölmörgum spurningum ósvarað. Væntanlega fá skólarnir nánari upplýsingar síðar í vikunni vegna annarra takmarkana sem hafa verið í gildi.

 

Svör við ýmsum spurningum er að finna á vef Menntamálaráðuneytis