18.11.2025
Textasamkeppnin Fernuflug Mjólkursamsölunnar hóf sig til flugs nú í byrjun skólaárs þar sem grunnskólanemendum í 8.-10. bekk um land allt var boðið að taka þátt og senda inn texta undir yfirskriftinni „Hvað er að vera ég?“. Um 1.200 textar bárust í keppnina. Einungis 48 textar voru valdir til þess að birtast á mjólkurfernum. Fyrstu fernurnar má finna í búðum í byrjun janúar 2026.
17.11.2025
Nemendur 3. bekkjar fengu boð um að koma í heimsókn á Náttúrufræðistofu og Gerðasafn. Þar fengu þeir fræðslu um landmótun á Íslandi og bjuggu þau til sína eigin eldfjallaeyju. Það var gert með því að þrýsta steinum ofan í leir til að móta landslagið og svo var svo steypt úr gifsi. Að lokum voru eyjarnar málaðar og afraksturinn var glæsilegur.
04.11.2025
Foreldraviðtalsdagur verður 6. nóvember n.k. Nemendur 9. bekkjar verða með fjáröflunarkaffi og kökusölu þann dag í anddyri skólans en salan er hluti af fjáröflun 9. bekkjar fyrir ferð í skólabúðirnar í Vindáshlíð.