Nemendur 3. bekkjar fengu boð um að koma í heimsókn á Náttúrufræðistofu og Gerðasafn. Þar fengu þeir fræðslu um landmótun á Íslandi og bjuggu þau til sína eigin eldfjallaeyju. Það var gert með því að þrýsta steinum ofan í leir til að móta landslagið og svo var svo steypt úr gifsi. Að lokum voru eyjarnar málaðar og afraksturinn var glæsilegur.