Fernuflug - til hamingju Kolbrá!

Textasamkeppnin Fernuflug Mjólkursamsölunnar hóf sig til flugs nú í byrjun skólaárs þar sem grunnskólanemendum í 8.-10. bekk um land allt var boðið að taka þátt og senda inn texta undir yfirskriftinni „Hvað er að vera ég?“. Um 1.200 textar bárust í keppnina. Einungis 48 textar voru valdir til þess að birtast á mjólkurfernum. Fyrstu fernurnar má finna í búðum í byrjun janúar 2026.

 

Kolbrá Jökulrós Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk Kópavogsskóla er ein þeirra sem munu fá ljóð eftir sig birt og við samgleðjumst með henni yfir þessum flotta árangri.