Hverfislöggan okkar hér í Kópavogi kom og heimsótti okkur í síðustu viku, fékk sér hádegisverð með nemendum og áttu góða stund. Þau litu svo inn í 1.bekk þar sem þau ræddu um að vera vel upplýst með endurskinsmerkjum og hafa aðgát í umferðinni. Einnig heimsóttu þau nemendur í 7. bekk og áttu gott spjall.