16. október - fræðsla frá Foreldrahúsi

16. október næstkomandi kl. 17:00–19:00 verður fræðsla fyrir foreldra frá Foreldrahúsi í sal Kópavogsskóla.
Við heyrum sífellt oftar af aukinni áhættuhegðun, fikti og neyslu meðal unglinga og ungmenna og því ákváðum við að fá fræðslu hingað í skólann fyrir starfsfólk og foreldra.
Því betur sem við erum öll upplýst, þeim mun betur getum við tekið á hlutunum þegar upp kemur grunur um áhættuhegðun, fikt eða neyslu.

Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru landssamtök sem reka Foreldrahús í Reykjavík. Þar starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.

Við hvetjum alla til að kynna sér heimasíðu Foreldrahúss: https://foreldrahus.is