19.06.2024
Sumarlokun og upphaf næsta skólaárs.
31.05.2024
Nú styttist í skólalok hjá nemendum.
02.05.2024
Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí.
Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22:00 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24:00.
Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.
Bregða má út af reglunum þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13 – 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla- íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Útivistarreglurnar eru settar samkvæmt barnaverndarlögum.
Mikilvægt er að foreldrar sýni samtöðu er kemur að því að virða útivistartímann.
28.04.2024
Hérna að neðan má finna tvo valbæklinga, annan fyrir nemendur í verðandi 7. bekk og hinn fyrir verðandi nemendur í 8.-10. bekk.
17.08.2023
Skólasetning Kópavogsskóla verður föstudaginn 23. ágúst n.k.
01.08.2023
Skrifstofa skólans opnar þriðjudaginn 8. ágúst klukkan 9:00.
06.06.2023
Skólaslit verða haldin formlega föstudaginn 7. júni.
Nemendur mæta í sal skólans þar sem verður stutt athöfn fer fram og fara svo í framhaldi með umsjónarkennurum í heimastofur.
Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir með á skólaslitin.