Í dag fékk 3. bekkur skemmtilega heimsókn frá Skólahljómsveit Kópavogs. Nemendur hlýddu á fjölbreytta tónlist og kynntust mismunandi hljóðfærum á lifandi og áhugaverðan hátt. Eldri nemendur skólans sem spila í hljómsveitinni sýndu hljóðfæri sín og spiluðu fyrir nemendur. Heimsóknin vakti mikla ánægju og áhuga meðal nemenda 3. bekkjar.