Nemendur úr grunnskólum Kópavogs kynntu tillögur sínar fyrir bæjarstjórn á fundi bæjarstjórnar í gær, 13. maí. Hugmyndir sem hlutu flest atkvæði á Barnaþingi voru fluttar formlega á fundinum. Auður og Zuzanna í 9. bekk Kópavogsskóla fluttu erindið Hátíð í Kópavogi.
Bæjarfulltrúar tóku vel í hugmyndirnar og lögðu áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái tækifæri til að hafa áhrif. Verkefnið er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í Kópavogi.