Nú styttist í að skólastarf hefjist aftur að loknu sumarfríi.
Umsjónarkennarar 1. bekkjar munu hafa samband við foreldra/forráðaaðila og boða þá með börnum sínum til viðtals dagana 22. og 25. ágúst n.k.
Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra/forsjáraðila nýrra nemenda í 2.-10. bekk og þá velkomna í skólann fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15 í sal Kópavogsskóla.
Skólasetning Kópavogsskóla verður haldinn í sal skólans mánudaginn 25. ágúst.
Kl. 8:30 2. og 3. bekkur
Kl. 9:00 4.-6. bekkur
Kl. 9:30 7.-10. bekkur
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.