7. bekkur í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði

Vikuna 26. - 30. nóvember fór 7. bekkur að Reykjum í Hrútafirði þar sem eru starfandi skólabúðir. Starfið í skólabúðunum á í öllum aðalatriðum að beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum.
Í skólabúðunm er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:

- að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
- að auka félagslega aðlögun nemenda
- að þroska sjálfstæði nemenda
- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
- að auka athyglisgáfu nemenda

Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða herbergið sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks skólabúðanna.

Mynd: Gróa Grétarsdóttir