7. bekkur í sóttkví

Nemendur 7. bekkjar voru í Skólabúðum að Reykjum í síðustu viku ásamt nemendum Sjálandsskóla. Nú hefur komið upp Covid smit hjá nokkrum nemendum og því er allur árgangurinn (og starfsmennirnir sem fóru með) kominn í sóttkví fram til föstudagsins 15. október en þá fara allir í sýnatöku. Smitrakningateymið hefur sent upplýsingar til forráðamanna barnanna og starfsmannanna en þar sem samgangur á milli barna í öðrum árgöngum er töluverður er mikilvægt fyrir foreldra allra barna að vera vakandi fyrir smiteinkennum og fara í sýnatöku ef grunur um smit vaknar. 

Upplýsingasíða Covid