Aðstæður að breytast

Smit í grunn- og leikskólum hafa verið að aukast mjög undanfarna daga og skólarnir að endurmeta allt innra starf sitt og skipulag. Búið er að skipta Kópavogsskóla upp í hólf, eftir því sem hægt er með svo gamalt og þröngt húsnæði, til að halda kennarahópunum sem mest aðskildum og undirbúningsvinna kennara færist að hluta út fyrir skólahúsið. Nemendur eiga ekki að verða varir við miklar breytingar og kennt verður samkvæmt stundaskrá meðan ekkert kemur upp.

Aðgengi að skólahúsinu verður áfram takmarkað og aðilar eins og Leynileikhúsið, Tungumálaverið og utanaðkomandi tónlistarkennarar geta ekki lengur hitt nemendur sína í skólanum.

Framundan eru foreldraviðtöl og foreldra þurfa að bóka tíma hjá kennurum á mentor. Viðtölin verða öll með fjarfundasniði, ýmist með fjarfundabúnaði eða með símtölum ef þannig stendur á og viðtöl með aðstoð túlka verða einnig á mentor. Þegar foreldrar hafa gengið frá tímapöntun senda kennara nánari upplýsingar og tengla vegna viðtalanna.

Frá upphafi skólaársins hefur skólahúsið verið opnað kl. 7:50 en frá og með 7. október verður það kl. 7:40. Það fylgir haustinu að fleiri foreldrar kjósa að aka börnum sínum í skólann og það myndast umferðarörtröð og hætta á slysum í hringtorginu. Það má ekki gerast.

Starfsfólk Kópavogsskóla leggur mikla áherslu á smitvarnir og við hvetjum foreldra til að leiðbeina börnum sínum í þeim málum því öll erum við í sama liði.