Aðventuganga og aðventustund í Digraneskirkju fimmtudaginn 13. desember Kl.16:30-18:00.

Jólanefnd Foreldrafélags Kópavogsskóla kynnir í fjórða sinn aðventugöngu sem tókst svo vel sl. þrjú ár að við ætlum að endurtaka leikinn í ár. Aðventugangan verður haldin fimmtudaginn 13. desember. Mæting er við aðalinngang Kópavogsskóla kl.16:30. Hópurinn gengur saman í Digraneskirkju og væri gaman að sem flestir væru með vasaljós og jólasveinahúfu. Í kirkjunni verður smá dagskrá ásamt tónlistarflutningi m.a. frá Kópavogsskóla. Stundin byrjar kl. 17:00 fyrir þá sem vilja koma beint í kirkjuna. Að stundinni lokinni er öllum boðið uppá heitt súkkulaði, kaffi, piparkökur og mandarínur í safnaðarsal kirkjunnar. ALLIR hjartanlega velkomnir, pabbar, mömmur, ömmur, afar, frænkur, frændur, vinir og vandamenn.