Við hvetjum foreldra til þess að kynna sér breyttar símareglur skólans vel og ræða við börn sín um þær. Einnig vekjum við athygli á aldurstakmörkunum á samfélagsmiðlum.
Reglur um símanotkun nemenda í Kópavogsskóla
Ekki er nauðsynlegt að mæta með síma í skólann þar sem nemendur eru allir með sitt snjalltæki frá Kópavogsbæ til þess að nota í kennslustundum. Mæti nemandi með símann sinn í skólann er nauðsynlegt að foreldrar/forráðamenn undirbúi þá vel í að fylgja reglum skólans.
Nemendum skólans er óheimilt að nota eigin síma í húsnæði skólans á skólatíma. Ekki er heimilt að nota ipad/spjaldtölvu í frímínútum.
Ef nemendur á unglingastigi eru með kortanotkun sína í gegnum símann er heimilt að nota símann sem greiðslu í morgunfrímínútum en eftir það skal síminn fara ofan í tösku. Nemendur eru hvattir til þess að nota kort eða pening frekar en síma.
Mæti nemandi með símann sinn í skólann skal vera slökkt á honum eða hann stilltur á hljóðlausa og titringslausa stillingu og geymdur í tösku nemandans eða í símahóteli sem er í þeim stofum sem unglingadeildin notar. Foreldrar sem þurfa að ná í börnin sín á skólatíma geta hringt á skrifstofu skólans og starfsfólk skólans kemur skilaboðum áleiðis.
Viðurlög við brot á símareglum:
1. brot - síminn tekinn af nemanda sem getur sótt hann á skrifstofu skólans í lok skóladags. Foreldri/forráðamanni gert viðvart.
2. brot - síminn tekinn af nemanda og foreldri gert viðvart. Foreldri/forráðamaður getur sótt síminn í lok skóladags.
3. brot - síminn tekinn af nemanda og foreldri gert viðvart. Foreldri/forráðamaður getur sótt síminn í lok skóladags og síminn er heim í a.m.k. eina viku.
Við endurtekin brot eru foreldrar og viðkomandi nemandi kallaðir á fund stjórnanda og umsjónarkennara.
Reglur um spjaldtölvunotkun
Allir bekkir, árgangar eða stig setja sér reglur um notkun og meðferð á spjaldtölvum sem birtast í bekkjarsáttmála.
Auk þess gildir almennt:
Kennarar stýra snjalltækja notkun í kennslustundum, t.d. hvaða forrit eru notuð og hvenær.
Spjaldtölvur eru lokaðar í upphafi kennslustundar.
Spjaldtölvur eru lokaðar á göngum.
Óheimilt er að nota spjaldtölvur í frímínútum og í matartímum.
Heimavinna lýtur sömu reglum og vinna í ipad í skólanum – einungis er unnið með þau öpp og forrit sem ætlast er til af kennara.