Eldvarnarfræðslan og rýmingaráætlun gekk vel

Allt gekk að óskum við fræðslu 3. bekkjar og frumsýningu fræðslumyndbands við opnun Eldvarnarviku 2019. Katrín sagði frá eigin reynslu af því þegar kviknaði í heima hjá henni og nemendur fengu einnig fræðslu um slökkvitæki, reykskynjara, neyðarnúmerið 112, eldvarnarteppi o.fl. og hvernig fara þarf gætilega með eld og eldfim efni.

Að því búnu var allur skólinn rýmdur og slökkviliðsmenn aðstoðuðu starfsmenn við að slökkva eld með slökkvitæki.
3. bekkingar fengu að skoða slökkviliðsbíl og sjúkraflutningabíl sem staðsettir voru á hringtorginu við skólann. 

Landssamtök slökkviliðsmanna stendur fyrir Eldvarnarviku 3. bekkjar ár hvert í nóvember og desember. Kópavogsskóli færir þeim bestu þakkir fyrir. Nemendur höfðu virkilega gaman af þessari fróðlegu og kröftugu heimsókn.

Frétt á mbl.is

Frétt á visir.is