Aðstoð við heimanám

Sæl öll
Við á bókasafninu höfum boðið upp á aðstoð við heimanám sl. tvö skólaár. Við byrjum aftur í…
Sæl öll
Við á bókasafninu höfum boðið upp á aðstoð við heimanám sl. tvö skólaár. Við byrjum aftur í næstu viku, 4. september nk. Við erum á aðalsafni á þriðjudögum frá kl. 14.30 - 16.30 og á Lindasafni á miðvikudögum á sama tíma. Allir grunnskólanemendur eru velkomnir, en stærsti hópurinn sem hefur verið að nýta sér þetta er af miðstigi. Ég held utan um verkefnið. Ég er menntaður kennari með yfir 20 ára reynslu. Mér þætti vænt um það ef þið væruð til í að láta þetta berast. Nemendur hafa verið að koma með heimanámið sitt, en sum sem eru af erlendu bergi hafa komið með íslenskuefni sem þau eru að vinna.
Kveðja,
Ágústa Bárðardóttir