Laufabrauðsdagur foreldrafélagsins

Hinn árlegi laufabrauðsdagur Foreldrafélags Kópavogsskóla í matsal skólans laugardaginn 24. nóvember kl. 10-14. Útflattar kökur til sölu 20 stk á 2000 kr 10 stk á 1000 kr.

Athugið! Steikingarfeiti og er innifalið í þessu verði. Greiða þarf með peningum en ekki korti.

Hver og einn kemur með sitt skurðbretti, ílát undir steiktar kökur og laufabrauðsjárn eða eitthvað annað til að skera út með t.d. hníf og gaffal. Við hvetjum alla til að koma, bæði þá sem eru vanir og líka þá sem eru óvanir. Við aðstoðum þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í laufabrauðsgerðinni.


7. bekkur verður með kaffisölu og kökubasar.
Skólahljómsveit Kópavogs spilar og sér til þess að allir komist í jólaskapið.
Allir velkomnir þar með taldir krakkar, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur, vinir og vandamenn.
Hlökkum til að sjá ykkur,

Laufabrauðsnefndin