Fjölgreindaleikar

Fjölgreindarleikar verða haldnir í skólanum 4. og 5. júní. Þeir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfið, einskonar vorhátíð allra í skólanum. Nemendum er blandað í hópa og þau leysa ýmis skemmtileg verkefni.

Hugmyndin með fjölgreindarleikum er að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk leika og skemmta sér þar sem allir fá tækifæri að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum þar sem sterku hliðar allra fá að njóta sín einhvers staðar.

Í upphafi var þetta byggt út frá fjölgreindarkenningu Howard Gardners þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að það eigi að leyfa öllum að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í.

Fjölgreindarleikarnir hafa verið haldnir í Kópavogsskóla undanfarin ár með frábærum árangri en bæði starfsfólk og nemendur hafa gefið leikunum gott mat.